Verði af verkfalli er ekki unnt að manna alla skimunarbása á Keflavíkurflugvelli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júní 2020 19:46 Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið fyrir samningafundinn í dag til að sýna samstöðu. „Það er mjög þungt hljóðið í okkur félagsmönnum að ríkið skuli ekki koma til móts við þessa kvennastétt,“ sagði Gísli Níls Einarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fundað hefur verið stíft í deilunni síðustu daga og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta í fyrramálið. Verði af verkfalli mun það hafa töluverð áhrif á þjónustu Landspítalans. Spítalinn gaf þó ekki kost á viðtali í dag. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Verkfallið hefur einnig gríðarleg áhrif á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Símaráðgjöf skerðist einnig verulega auk þess sem netspjall fellur niður. Heilsuvernd aldraða raskast töluvert auk þess sem heimahjúkrun verður unnin eftir neyðaráætlun. Mörg verkefni hafa setið á hakanum vegna kórónuveirufaraldursins. Þau verkefni munu því bíða enn lengur. „Við erum með 180 hjúkrunarfræðinga í vinnu og erum með rúmlega tuttugu sem mæta á morgun ef af verkfalli verður,“ sagði Óskar. Þú talar um 20 sem mæta. Þið eruð með 15 heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta geranlegt? „Þetta er erfitt. En auðvitað reynum við að láta hlutina ganga upp og sjá til þess að fólk líði ekki alvarlega fyrir þetta. Við munum gera það,“ sagði Óskar. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kom einnig saman í dag til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun, verði af verkfalli. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með skimunum á Keflavíkurflugvelli ásamt fleirum. Verði af verkfalli hægist á sýnatöku. „Við erum með tíu bása og við munum ekki geta mannað þá alla,“ sagði Óskar. Verkföll 2020 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið fyrir samningafundinn í dag til að sýna samstöðu. „Það er mjög þungt hljóðið í okkur félagsmönnum að ríkið skuli ekki koma til móts við þessa kvennastétt,“ sagði Gísli Níls Einarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fundað hefur verið stíft í deilunni síðustu daga og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta í fyrramálið. Verði af verkfalli mun það hafa töluverð áhrif á þjónustu Landspítalans. Spítalinn gaf þó ekki kost á viðtali í dag. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Verkfallið hefur einnig gríðarleg áhrif á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Símaráðgjöf skerðist einnig verulega auk þess sem netspjall fellur niður. Heilsuvernd aldraða raskast töluvert auk þess sem heimahjúkrun verður unnin eftir neyðaráætlun. Mörg verkefni hafa setið á hakanum vegna kórónuveirufaraldursins. Þau verkefni munu því bíða enn lengur. „Við erum með 180 hjúkrunarfræðinga í vinnu og erum með rúmlega tuttugu sem mæta á morgun ef af verkfalli verður,“ sagði Óskar. Þú talar um 20 sem mæta. Þið eruð með 15 heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta geranlegt? „Þetta er erfitt. En auðvitað reynum við að láta hlutina ganga upp og sjá til þess að fólk líði ekki alvarlega fyrir þetta. Við munum gera það,“ sagði Óskar. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kom einnig saman í dag til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun, verði af verkfalli. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með skimunum á Keflavíkurflugvelli ásamt fleirum. Verði af verkfalli hægist á sýnatöku. „Við erum með tíu bása og við munum ekki geta mannað þá alla,“ sagði Óskar.
Verkföll 2020 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira