Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2020 18:38 Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. Í upphafi vikunnar fannst maður látinn utandyra á svæðinu og fékkst það staðfest frá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er grunur um að hann hafi látist vegna ofneyslu vímuefna. Til stendur að reisa smáhýsi í Hlíðahverfi, fyrir neðan Eskihlíð. Smáhýsi eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði á svæðinu. Hægra megin við smáhýsin er Konukot starfrækt og þar fyrir neðan er heimili fyrir geðfatlaða karlmenn. Nokkrir íbúar sendu bréf á borgina þar sem fram kemur að þeim þyki það stórkostlegt ábyrgðarleysi að reisa smáhýsi á sama svæði og fyrrnefnd úrræði. Fram kemur að íbúar séu nokkuð varir við núverandi starfsemi. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu sem og í anddyrum blokka. „Það er ekki langt síðan það gerðist að ungur krakki fann fullt af sprautunálum á svæðinu,“ sagði Lena Viderø, formaður Foreldrafélags Hlíðaskóla. „Hér er gönguleið sem liggur að Valsheimilinu og hér er kassi ætlaður notuðum sprautunálum.“ Fyrir framan smáhýsin er göngu- og hjólastígur. En um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Ályktun frá Knattspyrnufélagi Vals.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur sent ályktun á Velferðarsvið borgarinnar þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna nálægðar við Hlíðarenda þar sem íþróttastarfsemi fer fram. „Fólk verður auðvitað að búa einhvers staðar. Fólk með þennan vanda verður að fá lausn sinna mála en málið er það að nú þegar eru þung úrræði í þessu hverfi og það er spurning hvort það sé á það bætandi,“ sagði Lena. Lena er formaður foreldrafélags Hlíðaskóla. Hún segir mikilvægt að hjálpa þeim hópi sem þarf á þjónustu smáhýsa að halda, en staðsetningin sé vanhugsuð.Stöð 2 Lena gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samskiptaleysi. „Mér finnst mjög mikilvægt að foreldrar fái leyfi til að hafa áhyggjur og fái að viðra þær,“ sagði Lena. Ert þú ánægð með samtal borgarinnar? „Nei það get ég ekki sagt,“ sagði Lena. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. Í upphafi vikunnar fannst maður látinn utandyra á svæðinu og fékkst það staðfest frá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er grunur um að hann hafi látist vegna ofneyslu vímuefna. Til stendur að reisa smáhýsi í Hlíðahverfi, fyrir neðan Eskihlíð. Smáhýsi eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði á svæðinu. Hægra megin við smáhýsin er Konukot starfrækt og þar fyrir neðan er heimili fyrir geðfatlaða karlmenn. Nokkrir íbúar sendu bréf á borgina þar sem fram kemur að þeim þyki það stórkostlegt ábyrgðarleysi að reisa smáhýsi á sama svæði og fyrrnefnd úrræði. Fram kemur að íbúar séu nokkuð varir við núverandi starfsemi. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu sem og í anddyrum blokka. „Það er ekki langt síðan það gerðist að ungur krakki fann fullt af sprautunálum á svæðinu,“ sagði Lena Viderø, formaður Foreldrafélags Hlíðaskóla. „Hér er gönguleið sem liggur að Valsheimilinu og hér er kassi ætlaður notuðum sprautunálum.“ Fyrir framan smáhýsin er göngu- og hjólastígur. En um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Ályktun frá Knattspyrnufélagi Vals.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur sent ályktun á Velferðarsvið borgarinnar þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna nálægðar við Hlíðarenda þar sem íþróttastarfsemi fer fram. „Fólk verður auðvitað að búa einhvers staðar. Fólk með þennan vanda verður að fá lausn sinna mála en málið er það að nú þegar eru þung úrræði í þessu hverfi og það er spurning hvort það sé á það bætandi,“ sagði Lena. Lena er formaður foreldrafélags Hlíðaskóla. Hún segir mikilvægt að hjálpa þeim hópi sem þarf á þjónustu smáhýsa að halda, en staðsetningin sé vanhugsuð.Stöð 2 Lena gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samskiptaleysi. „Mér finnst mjög mikilvægt að foreldrar fái leyfi til að hafa áhyggjur og fái að viðra þær,“ sagði Lena. Ert þú ánægð með samtal borgarinnar? „Nei það get ég ekki sagt,“ sagði Lena.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira