Innlent

Gular viðvaranir í gildi á suður- og suðausturlandi á morgun

Andri Eysteinsson skrifar
Hér má sjá gildissvæði viðvarananna.
Hér má sjá gildissvæði viðvarananna. Veðurstofan

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Suður- og Suðausturland á morgun sunnudag.

Á suðurlandi tekur viðvörunin gildi á þriðja tímanum í nótt en spáð er austan 15-20 m/s undir Eyjafjöllum. Búast má við snörpum vindhviðum og gæti veðrið verið varasamt fyrir ökutæki sem taka í sig mikinn vind. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar fellur viðvörunin úr gildi klukkan 20:00 annað kvöld.

Þegar kemur að Suðausturlandi er ljóst að gildistími viðvörunarinnar er skemmri eða frá 08:00 til 17:00. Sömu aðstæðum er spáð og gæti staðan orðið varasöm fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, einkum í Mýrdal og í Öræfum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.