Innlent

Jarð­skjálfta­hrina norð­austur af Siglu­firði

Sylvía Hall skrifar
Um 450 skjálftar hafa mælst á svæðinu.
Um 450 skjálftar hafa mælst á svæðinu. Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. Virkni jókst upp úr klukkan 19 í gær og mældust átta skjálftar 3,0 eða stærri um kvöldið. Sá stærsti mældist 3,8.

Vakthafandi jarðvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að svæðið sé mjög algengt jarðskjálftasvæði svo það sé eðlilegt að slík hrina eigi sér stað. Lítil hrina hafi orðið í vor en síðasta hrina með nokkuð stórum skjálftum varð árið 2012.

Veðurstofan hafi því fengið nokkrar tilkynningar um skjálftana en þeir hafi fundist á Siglufirði, Ólafsfirði og á Akureyri. Síðasti skjálftinn varð núna klukkan 06:50 og mældist 3,6 og fundu einhverjir íbúar á Akureyri fyrir honum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.