Innlent

Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig

Sylvía Hall skrifar
Maðurinn er búsettur í Grafarvogi og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu vegna háttseminnar.
Maðurinn er búsettur í Grafarvogi og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu vegna háttseminnar. Vísir/Getty

Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. Maðurinn býr á jarðhæð í Grafarvogi nálægt leikvelli og voru foreldrar í hverfinu ráðþrota vegna mannsins.

Í dag var greint frá því að ákæra hefði verið gefin á hendur manninum vegna háttseminnar. Maðurinn hefur áður fengið dóm árin 2011 og 2014 fyrir samskonar brot og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu.

Í ákærunni kemur fram að maðurinn sé ákærður fyrir blygðunarsemisbrot og ósiðlegt athæfi gegn barni.

Um tvö aðskilin atvik er að ræða, það fyrra í mars á síðasta ári og það seinna í maí sama ár. Í bæði skiptin stóð maðurinn við glugga á jarðhæð, nakinn að neðan og snerti kynfæri sín meðan hann fylgdist með drengjunum. Drengirnir voru 9 og 11 ára þegar brotin áttu sér stað.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×