Búist við ellefu hundruð manns til landsins í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júní 2020 13:06 Yfir þúsund farþegar komu til landsins í gær eftir að landamærin voru formlega opnuð. Búist er við ellefu hundruð manns til landsins í dag en von er á sjö vélum. Tekin voru sýni úr um 900 manns og verða niðurstöður úr þeim birtar kl eitt í dag. Fagnaðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli í gær, fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt var að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að yfir þúsund farþegar hafi komið til landsins. „Það voru um 900 sem fóru í skimun. Það voru mörg börn að koma til landsins og börn fædd 2005 og síðar fara ekki í skimun og þurfa ekki að fara í sóttkví,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær en þeir farþegar sem komu með vél frá Færeyjum þurftu ekki að fara í skimun. Sigurgeir segir skimunina hafa gengið mjög vel. „Miðað við að þetta væri fyrstu dagur. Það voru örlitlir hnökrar á forskráningu farþega sem er verið að leysa úr. Þeir sem voru búnir að forskrá sig fóru hraðar í gegn. Þeir sem voru ekki búnir að gera það þurftu að ganga frá því áður en þeir fóru í skimun og það urðu einhverjar tafir,“ segir Sigurgeir. Þeir hafi þurft að bíða í um tíu mínútur. Þeir sem höfðu forskrað sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Sigurgeir segir að enginn farþegi hafi hafnað sýnatöku og valið að fara frekar í sóttkví. Stór hluti farþeganna voru Íslendingar. „Það var aðeins mismunandi eftir vélum. Til dæmis í Oslo vélinni þá hefur verið alveg helmingur Íslendingar. Það var mikið af Íslendingum, margir að koma heim með börn,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar koma til landsins eftir hádegi í dag og er talið að um ellefu hundruð farþegar komi með þeim. Sigurgeir segir að allt sé klárt á vellinum. Engar upplýsingar hafa fengist hvort einhverjir farþegar hafi verið smitaðir af kórónuveirunni en nýjustu tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Yfir þúsund farþegar komu til landsins í gær eftir að landamærin voru formlega opnuð. Búist er við ellefu hundruð manns til landsins í dag en von er á sjö vélum. Tekin voru sýni úr um 900 manns og verða niðurstöður úr þeim birtar kl eitt í dag. Fagnaðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli í gær, fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt var að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að yfir þúsund farþegar hafi komið til landsins. „Það voru um 900 sem fóru í skimun. Það voru mörg börn að koma til landsins og börn fædd 2005 og síðar fara ekki í skimun og þurfa ekki að fara í sóttkví,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær en þeir farþegar sem komu með vél frá Færeyjum þurftu ekki að fara í skimun. Sigurgeir segir skimunina hafa gengið mjög vel. „Miðað við að þetta væri fyrstu dagur. Það voru örlitlir hnökrar á forskráningu farþega sem er verið að leysa úr. Þeir sem voru búnir að forskrá sig fóru hraðar í gegn. Þeir sem voru ekki búnir að gera það þurftu að ganga frá því áður en þeir fóru í skimun og það urðu einhverjar tafir,“ segir Sigurgeir. Þeir hafi þurft að bíða í um tíu mínútur. Þeir sem höfðu forskrað sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Sigurgeir segir að enginn farþegi hafi hafnað sýnatöku og valið að fara frekar í sóttkví. Stór hluti farþeganna voru Íslendingar. „Það var aðeins mismunandi eftir vélum. Til dæmis í Oslo vélinni þá hefur verið alveg helmingur Íslendingar. Það var mikið af Íslendingum, margir að koma heim með börn,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar koma til landsins eftir hádegi í dag og er talið að um ellefu hundruð farþegar komi með þeim. Sigurgeir segir að allt sé klárt á vellinum. Engar upplýsingar hafa fengist hvort einhverjir farþegar hafi verið smitaðir af kórónuveirunni en nýjustu tölur verða birtar klukkan eitt í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira