Búist við ellefu hundruð manns til landsins í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júní 2020 13:06 Yfir þúsund farþegar komu til landsins í gær eftir að landamærin voru formlega opnuð. Búist er við ellefu hundruð manns til landsins í dag en von er á sjö vélum. Tekin voru sýni úr um 900 manns og verða niðurstöður úr þeim birtar kl eitt í dag. Fagnaðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli í gær, fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt var að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að yfir þúsund farþegar hafi komið til landsins. „Það voru um 900 sem fóru í skimun. Það voru mörg börn að koma til landsins og börn fædd 2005 og síðar fara ekki í skimun og þurfa ekki að fara í sóttkví,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær en þeir farþegar sem komu með vél frá Færeyjum þurftu ekki að fara í skimun. Sigurgeir segir skimunina hafa gengið mjög vel. „Miðað við að þetta væri fyrstu dagur. Það voru örlitlir hnökrar á forskráningu farþega sem er verið að leysa úr. Þeir sem voru búnir að forskrá sig fóru hraðar í gegn. Þeir sem voru ekki búnir að gera það þurftu að ganga frá því áður en þeir fóru í skimun og það urðu einhverjar tafir,“ segir Sigurgeir. Þeir hafi þurft að bíða í um tíu mínútur. Þeir sem höfðu forskrað sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Sigurgeir segir að enginn farþegi hafi hafnað sýnatöku og valið að fara frekar í sóttkví. Stór hluti farþeganna voru Íslendingar. „Það var aðeins mismunandi eftir vélum. Til dæmis í Oslo vélinni þá hefur verið alveg helmingur Íslendingar. Það var mikið af Íslendingum, margir að koma heim með börn,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar koma til landsins eftir hádegi í dag og er talið að um ellefu hundruð farþegar komi með þeim. Sigurgeir segir að allt sé klárt á vellinum. Engar upplýsingar hafa fengist hvort einhverjir farþegar hafi verið smitaðir af kórónuveirunni en nýjustu tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Yfir þúsund farþegar komu til landsins í gær eftir að landamærin voru formlega opnuð. Búist er við ellefu hundruð manns til landsins í dag en von er á sjö vélum. Tekin voru sýni úr um 900 manns og verða niðurstöður úr þeim birtar kl eitt í dag. Fagnaðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli í gær, fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt var að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að yfir þúsund farþegar hafi komið til landsins. „Það voru um 900 sem fóru í skimun. Það voru mörg börn að koma til landsins og börn fædd 2005 og síðar fara ekki í skimun og þurfa ekki að fara í sóttkví,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær en þeir farþegar sem komu með vél frá Færeyjum þurftu ekki að fara í skimun. Sigurgeir segir skimunina hafa gengið mjög vel. „Miðað við að þetta væri fyrstu dagur. Það voru örlitlir hnökrar á forskráningu farþega sem er verið að leysa úr. Þeir sem voru búnir að forskrá sig fóru hraðar í gegn. Þeir sem voru ekki búnir að gera það þurftu að ganga frá því áður en þeir fóru í skimun og það urðu einhverjar tafir,“ segir Sigurgeir. Þeir hafi þurft að bíða í um tíu mínútur. Þeir sem höfðu forskrað sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Sigurgeir segir að enginn farþegi hafi hafnað sýnatöku og valið að fara frekar í sóttkví. Stór hluti farþeganna voru Íslendingar. „Það var aðeins mismunandi eftir vélum. Til dæmis í Oslo vélinni þá hefur verið alveg helmingur Íslendingar. Það var mikið af Íslendingum, margir að koma heim með börn,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar koma til landsins eftir hádegi í dag og er talið að um ellefu hundruð farþegar komi með þeim. Sigurgeir segir að allt sé klárt á vellinum. Engar upplýsingar hafa fengist hvort einhverjir farþegar hafi verið smitaðir af kórónuveirunni en nýjustu tölur verða birtar klukkan eitt í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira