Innlent

Réðst á leigu­sala sinn að til­efnis­lausu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Maðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð. Mynd er úr safni.
Maðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm

Alvarleg líkamsárás sem gerð var í gærmorgun í Reykjavík var tilefnislaus áras af hendi nágranna, sem jafnframt var leigjandi þolandans, samkvæmt heimildum fréttastofu. Konan sem varð fyrir árásinni var flutt á slysadeild en hún er ekki í lífshættu að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Hann segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi en getur ekki tjáð sig frekar um hana.

Heimildir fréttastofu herma að konan hafi verið með stungusár á líkamanum. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð. Hann er á fertugsaldri og hefur áður komið við sögu lögreglu, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Enn hefur ekki verið farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum þrátt fyrir að sólarhringur sé liðinn frá árásinni. Lögregla hefur þó 30 klukkustundir til að leiða mann fyrir dómara og gera kröfu um gæsluvarðhald ef sakborningur er undir áhrifum vímuefna.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×