Lífið

Nýdönsk frumsýnir myndband við fyrsta lagið í þrjú ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Loksins nýtt lag frá einni vinsælustu hljómsveit landsins. 
Loksins nýtt lag frá einni vinsælustu hljómsveit landsins. 

Örlagagarnið er nýtt lag frá hljómsveitinni Nýdönsk en það síðasta sem kom út frá hljómsveitinni var hljómplatan Á plánetunni Jörð árið 2017. Hún var valin besta hljómplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Örlagagarnið er lag eftir Björn Jr. Friðbjörnsson en hann gerði einnig textann í félagi við Daníel Ágúst Haraldsson. Vísir frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið en myndbandið er hugmynd Rúnars Ómarssonar með aðstoð saumakonunnar Elínar Óladóttur hjá Óla prik en framlag hennar í myndbandinu er eftirtektarvert.

Gerð myndbands, klipping og leikstjórn var í höndum Daníels Ágústs.

Nýdönsk verður með tónleika í Salnum, Kópavogi 25. og 26.júní n.k. þar sem þeir verða akústískir og altalandi enda nóg af sögum sem safnast hafa upp á löngum ferli sveitarinnar.

Hljómsveitina skipa: Daníel Ágúst Haraldsson, Björn Jr. Friðbjörnsson, Jón Ólafsson,Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm.

Hér að neðan á sjá myndbandið sjálft.

Klippa: Nýdönsk - Örlagagarnið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×