Menning

Allir vinningshafar á Grímunni 2020

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ebba Katrín Finnsdóttir við verðlaunum sínum sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Uglu í Atómstöðinni.
Ebba Katrín Finnsdóttir við verðlaunum sínum sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Uglu í Atómstöðinni. Mynd/Þjóðleikhúsið

Atómstöðin - endurlit eftir Halldór Laxness Halldórsson og Unu Þorleifsdóttir var valin sýning ársins á Grímunni fyrir leikárið 2019-2020. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í kvöld.

Alls hlaut sýningin fern verðlaun, auk sýningu ársins var Una Þorleifsdóttir valin leikstjóri ársins, Ebba Katrín Finnsdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki. Sýningin fékk einnig verðlaun fyrir lýsingu.

Sveinn Ólafur Gunnarsson var valinn leikari ársins í sýningunni Rocky. Hilmir Snær Guðnason var valinn besti leikari í aukahlutverki í Vanja fræna og Kristbjörg Keld var valin besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í Er ég mamma mín?

Ingibjörg Björnsdóttir hlaut heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands árið 2020 fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista hér á landi.

Alla vinningshafana má sjá hér að neðan.

Sýning ársins

 Atómstöðin - endurlit. Eftir Halldór Laxness Halldórsson og Unu Þorleifsdóttur, byggt á skáldsögu Halldórs Laxness. Sviðsetning - Þjóðleikhúsið.

Leikrit ársins

Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson. Sviðsetning – Borgarleikhúsið.

Leikstjóri ársins

 Una Þorleifsdóttir. Atómstöðin - endurlit. Sviðsetning - Þjóðleikhúsið.

Leikari ársins í aðalhlutverki

Sveinn Ólafur Gunnarsson. Rocky! Sviðsetning – Óskabörn ógæfunnar í samstarfi við Tjarnarbíó.

Leikkona ársins í aðalhlutverki

Ebba Katrín Finnsdóttir. Atómstöðin - endurlit. Sviðsetning - Þjóðleikhúsið.

Leikari ársins í aukahlutverki

Hilmir Snær Guðnason. Vanja frændi. Sviðsetning - Borgarleikhúsið.

Leikkona ársins í aukahlutverki

Kristbjörg Kjeld. Er ég mamma mín? Sviðsetning - Kvenfélagið Garpur í samstarfi við Borgarleikhúsið.

Leikmynd ársins

Finnur Arnar Arnarson. Engillinn. Sviðsetning - Þjóðleikhúsið.

Búningar ársins

Guðný Hrund Sigurðardóttir. Eyður Sviðsetning – Marmarabörn í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Lýsing ársins

Ólafur Ágúst Stefánsson. Atómstöðin - endurlit. Sviðsetning - Þjóðleikhúsið.

Tónlist ársins

Gunnar Karel Másson. Eyður. Sviðsetning – Marmarabörn í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Hljóðmynd ársins

Nicolai Hovgaard Johansen. Spills. Sviðsetning – Rósa Ómarsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó, Reykjavík Dance Festival og Kunstenverkplaats Pianofabriek.

Söngvari ársins

Karin Torbjörnsdóttir. Brúðkaup Fígarós. Sviðsetning – Íslenska óperan í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Dans – og sviðshreyfingar ársins

 Marmarabörn. Eyður. Sviðsetning – Marmarabörn í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Dansari ársins

Shota Inoue

Danshöfundur ársins

Katrín Gunnarsdóttir. Þel. Sviðsetning - Íslenski dansflokkurinn

Sproti ársins

Reykjavik Dance Festival. Fyrir að helga hátíðina á þessu leikári öllum þeim sem ekki hafa átt kastljósið á sviði. RDF afhenti ýmsum hópum eins og börnum, eldri borgurum, unglingum, fötluðum og konum, vettvang hátiðarinnar og studdi þau í að skapa ný sviðslistaverk á sínum forsendum, með sinni eigin sýn á samfélagið.

Barnasýning ársins

Gosi, ævintýri spýtustráks. eftir Ágústu Skúladóttur, Karl Ágúst Úlfsson og leikhópinn eftir sögu Carlo Collodi. Sviðsetning – Borgarleikhúsið.

Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands

Ingibjörg Björnsdóttir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.