Innlent

Nýtt leiða­net Strætó í Hafnar­firði tekur gildi á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði.
Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði. Strætó

Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi í á morgun, en þar munu leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri. Ný leið, númer 19, og lengri leið númer 21 munu leysa gömlu leiðirnar af hólmi.

Í tilkynningu frá Strætó segir að á næstu árum muni almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu taka miklum breytingum.

„Stærstu umbótarverkefnin eru annars vegar uppbygging á Borgarlínu innviðum fyrir hraðvagnakerfi (BRT) og hins vegar endurskoðun á leiðaneti Strætó vegna uppbyggingar Borgarlínu þar sem þörf er á að aðlaga leiðanetið að Borgarlínu og nýta innviði hennar. Þannig verði stuðlað að því að almenningssamgöngukerfið virki sem ein heild.

Þessi breyting í Hafnarfirði er því fyrsta skrefið í átt að Nýju leiðaneti Strætó og Borgarlínu,“ segir í tilkynningunni.

Leið 19

Leið 19 mun aka frá Kaplakrika, um Hjallabraut, Setberg, Ásabraut, til Ásvallalaugar og til baka. Leiðin ekur skv. 15 mínútna tíðni á annatímum og 30 mínútna tíðni utan annatíma. Tengingar við leiðir 1, 21 og 55 verða í Firði.

Leið 21

Leið 21 lengist og mun aka milli Mjóddar og Miklaholts í stað þess að aka á milli Mjóddar og Fjarðar. Leiðin mun áfram aka á 30 mínútna fresti allan daginn. Tengingar við leiðir 1, 19 og 55 verða í Firði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×