Innlent

Bjarni mætir fyrir stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd á mánu­dag

Sylvía Hall skrifar
Bjarni Benediktsson mun ræða verklag ráðherra við tilnefningar í stöður á fundinum.
Bjarni Benediktsson mun ræða verklag ráðherra við tilnefningar í stöður á fundinum. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á mánudag vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndarsviði Alþingis en fundurinn verður opinn. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér á Vísi og hefst hann klukkan 10.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður nefndarinnar óskaði eftir því að Bjarni myndi mæta á fund nefndarinnar vegna málsins, en það hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Bjarni sagði í gær það vera sjálfsagt að hann myndi mæta á fund nefndarinnar vegna málsins.

Ásamt Bjarna mun Tómas Brynjólfsson skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála fjármála- og efnahagsráðuneytisins mæta á fundinn. Fundarefni fundarins er verklag ráðherra við tilnefningar í stöður.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×