Innlent

Hélt að lottó­vinningurinn væri grín

Sylvía Hall skrifar
Vinningshafi helgarinnar segir tilfinninguna vera „ólýsanlega“ og hann ætli að fara skynsamlega með peninginn.
Vinningshafi helgarinnar segir tilfinninguna vera „ólýsanlega“ og hann ætli að fara skynsamlega með peninginn. Vísir/Vilhelm

Karlmaður um fertugt vann 35,4 milljónir í lottó um helgina. Í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá segir að maðurinn hafi fengið símtal í vinnuna á mánudag þar sem honum voru færðar fréttirnar.

Maðurinn, sem hafði keypt miðann í gegnum lottóappið, hélt að um grín væri að ræða. Hann ætli sér að nýta vinninginn í að greiða niður skuldir, setja hluta í útborgun í íbúð og svo ætli hann að gleða foreldra sína og dóttur.

Rúmlega 70 milljónir voru í pottinum á laugardag en tveir miðaeigendur voru með allar tölur réttar. Hinn vinningshafinn hafði keypt miðann hjá Kvikk í Suðurfelli í Breiðholti en sá vinningshafi hefur enn ekki gefið sig fram.

Íslensk getspá hvetur miðaeigendur til þess að fara yfir lottómiða sína, enda gæti leynst þar vinningur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×