Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júní 2020 22:07 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir eldgosi í kjölfarið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grímsvötn gusu síðast árið 2011 stóru eldgosi en gosin þar á undan, 1998 og 2004, voru minni. Núna segir Magnús Tumi að það styttist í að menn geti búist við öðru gosi. Á þessu ári hafi jarðskjálftavirkni aukist og merki séu um meiri jarðhita. Þá sé vísindahópur frá Veðurstofu Íslands nýkominn úr Grímsvötnum og hafi greint gasútsreymi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí árið 2011. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þau sjá merki um aukið gasútstreymi, kvikugas. En það passar alveg við það að það sé svona komið vel á seinni hlutann á hvíldartímabilinu hjá Grímsvötnum núna,“ segir Magnús Tumi. Hann segir vel þekkt úr Grímsvötnum að hlaup framkalli gos þegar farginu léttir af þaki kvikuhólfsins. „Nú er staðan þannig að það er frekar hátt vatnsborð í Grímsvötnum. Þannig að ef það hleypur úr þeim þá þurfum við að vera mjög vakandi yfir þeim möguleika, að fylgjast vel með. Það gæti þá orðið til þess að það kæmi Grímsvatnagos,“ segir Magnús Tumi og telur að það yrði hefðbundið gos. Hlaup úr Grímsvötnum færi að öllum líkindum um farveg Gígjukvíslar á Skeiðarársandi. Þessi mynd var tekin í hlaupi sem hófst í lok október 2010.Stöð 2/Lóa Pind. Hann segir sennilegt að hlaup gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Það kæmi þá niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hvernig Grímsvatnagosið 2011 hófst: Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir eldgosi í kjölfarið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grímsvötn gusu síðast árið 2011 stóru eldgosi en gosin þar á undan, 1998 og 2004, voru minni. Núna segir Magnús Tumi að það styttist í að menn geti búist við öðru gosi. Á þessu ári hafi jarðskjálftavirkni aukist og merki séu um meiri jarðhita. Þá sé vísindahópur frá Veðurstofu Íslands nýkominn úr Grímsvötnum og hafi greint gasútsreymi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí árið 2011. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þau sjá merki um aukið gasútstreymi, kvikugas. En það passar alveg við það að það sé svona komið vel á seinni hlutann á hvíldartímabilinu hjá Grímsvötnum núna,“ segir Magnús Tumi. Hann segir vel þekkt úr Grímsvötnum að hlaup framkalli gos þegar farginu léttir af þaki kvikuhólfsins. „Nú er staðan þannig að það er frekar hátt vatnsborð í Grímsvötnum. Þannig að ef það hleypur úr þeim þá þurfum við að vera mjög vakandi yfir þeim möguleika, að fylgjast vel með. Það gæti þá orðið til þess að það kæmi Grímsvatnagos,“ segir Magnús Tumi og telur að það yrði hefðbundið gos. Hlaup úr Grímsvötnum færi að öllum líkindum um farveg Gígjukvíslar á Skeiðarársandi. Þessi mynd var tekin í hlaupi sem hófst í lok október 2010.Stöð 2/Lóa Pind. Hann segir sennilegt að hlaup gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Það kæmi þá niður í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hvernig Grímsvatnagosið 2011 hófst:
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira