Hilmar heldur áfram að fríska upp á eldhúsið fyrir lítið Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2020 14:29 Hilmar eyddi litlu en fékk í staðinn nánast nýtt eldhús. Það vakti töluverða athygli á dögunum þegar Hilmar Þór Norðfjörð, ljósmyndari, tók í gegn skápa á gamalli IKEA eldhúsinnréttingu og gaf henni nýtt líf eins og Vísir greindi frá. „Ég fékk fullt að skilaboðum þar sem fólk var að spyrja hvernig þetta var unnið, hvaða efni voru notuð og þess háttar. Það eru greinilega fleiri en ég í þessum hugleiðingum og þar sem ég á erfitt með að sitja kyrr þá ákvað ég að fara lengra með þetta og gera eldhúsið eins og nýtt,“ segir Hilmar um breytinguna. Vala Matt leit við hjá Hilmari og ræddi við hann um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudaginn. „Eftir að lakka neðri skápanna þá fékk ég hvatningu um að taka efri líka, frá mér en líka voru aðrir sem bentu mér á að það myndi lífga mikið upp á eldhúsið. Ég þorði því nú varla þar sem þeir eru upprunalegir og ég var hræddur um að skemma þá. Ég fékk því góð ráð hjá Gylfa sem er deildarstjóri hjá Húsasmiðjunni en hann fór yfir með mér hvernig ég ætti að vinna þetta og hvaða efni væri best að nota. Ég endaði á að nota Lady hálfmatt lakk en það er gott flæði í því og svo kenndi hann mér líka trikk sem er að lakka með rúllu alltaf sömu átt, á kemur falleg og slétt áferð. Eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um en það eru þessi smáatriði sem skipta miklu máli til að ná þessu fallegu. Kostnaðurinn við að lakka efri og neðri skápanna var bara um fimmtán þúsund krónur sem er ansi langt frá því að kaupa nýtt.“ Hilmar lét ekki þar við sitja en eftir að innslag kom í Íslandi í dag um breytingarnar þá vildi hann klára breytingarnar. „Ég ákvað að fara alla leið með þetta fyrst þetta var farið að lúkka svona flott. Þegar ég var að kaupa málninguna í Húsasmiðjunni þá sá ég svört Damixa blöndunartæki og svartan vask og ég sá að þetta myndi gjörsamlega loka þessari uppfærslu á eldhúsinu. Ég endaði á að kaupa svörtu tækin og vask sem fóru á hvíta borðplötuna sem ég vildi ekki skipta út. Þetta setti alveg punktinn yfir i-ið og eldhúsið er alveg eins og nýtt úr kassanum,“ segir Hilmar. „Það skipti gríðarlega miklu máli að fá góðar ráðleggingar og aðstoð. Í stað þess að gera hlutina í fljótfærni og þurfa kannski að laga þá seinna eða fá fagmann til að laga þá er best að fá ráð um efnisval og undirbúning. Gylfi hjá Húsasmiðjunni sýndi mér ótrúlega mikla þolinmæði í að svara öllum misgáfulegu spurningunum frá mér en ég nýtti mér líka tæknina og tók upp myndbönd þar sem hann sýnir hvernig best er að gera þetta, svona til að hjálpa öðrum þá líka. En alls ekki vera hrædd við að spyrja, og sérstaklega spurningar sem þér finnst kjánalegt að spyrja, en það er betra að fá svar við öllu áður en ráðist er í hlutina.“ Frábær og peppandi hópur Fylgjendur Skreytum hús-hópsins á Facebook hafa getað fylgst með framvindunni en Hilmar hefur sett færslur þar inn reglulega. „Þessi hópur er frábær og mjög peppandi. Ég hefði aldrei lagt í þessa vegferð án þess að fá ábendingar, hrós og gagnrýni frá þessum skemmtilega hópi. Margir þarna eru í svipuðum pælingum og geta þá spurt mig eða séð hvernig ég gerði hlutina. Það er aldrei asnalegt að spyrja um ráð og ég hika ekki við að spyrja aðra, og hef gaman af því að svara þeim spurningum sem ég fæ.“ Aðspurður hvort fleiri verkefni séu í deiglunni þá svara Hilmar því til að það sé alltaf eitthvað að gerjast í hausnum á honum. „Ég er svakalega eirðarlaus og þarf helst að hafa margt fyrir stafni á sama tíma. Ef það er ekki að hanna og birta auglýsingar, taka ljósmyndir eða slíkt þá er ég líklega eitthvað að vesenast í húsinu eða garðinum. Þessu er líklega aldrei lokið - það má alltaf finna sér eitthvað til að hafa fyrir stafni og gera umhverfið sitt fallegra.“ Hérna að neðan má sjá myndband þar sem sýnt er hvernig best er að lakka og grunnvinna innréttingar eins og Hilmar gerði. Hús og heimili Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Það vakti töluverða athygli á dögunum þegar Hilmar Þór Norðfjörð, ljósmyndari, tók í gegn skápa á gamalli IKEA eldhúsinnréttingu og gaf henni nýtt líf eins og Vísir greindi frá. „Ég fékk fullt að skilaboðum þar sem fólk var að spyrja hvernig þetta var unnið, hvaða efni voru notuð og þess háttar. Það eru greinilega fleiri en ég í þessum hugleiðingum og þar sem ég á erfitt með að sitja kyrr þá ákvað ég að fara lengra með þetta og gera eldhúsið eins og nýtt,“ segir Hilmar um breytinguna. Vala Matt leit við hjá Hilmari og ræddi við hann um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudaginn. „Eftir að lakka neðri skápanna þá fékk ég hvatningu um að taka efri líka, frá mér en líka voru aðrir sem bentu mér á að það myndi lífga mikið upp á eldhúsið. Ég þorði því nú varla þar sem þeir eru upprunalegir og ég var hræddur um að skemma þá. Ég fékk því góð ráð hjá Gylfa sem er deildarstjóri hjá Húsasmiðjunni en hann fór yfir með mér hvernig ég ætti að vinna þetta og hvaða efni væri best að nota. Ég endaði á að nota Lady hálfmatt lakk en það er gott flæði í því og svo kenndi hann mér líka trikk sem er að lakka með rúllu alltaf sömu átt, á kemur falleg og slétt áferð. Eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um en það eru þessi smáatriði sem skipta miklu máli til að ná þessu fallegu. Kostnaðurinn við að lakka efri og neðri skápanna var bara um fimmtán þúsund krónur sem er ansi langt frá því að kaupa nýtt.“ Hilmar lét ekki þar við sitja en eftir að innslag kom í Íslandi í dag um breytingarnar þá vildi hann klára breytingarnar. „Ég ákvað að fara alla leið með þetta fyrst þetta var farið að lúkka svona flott. Þegar ég var að kaupa málninguna í Húsasmiðjunni þá sá ég svört Damixa blöndunartæki og svartan vask og ég sá að þetta myndi gjörsamlega loka þessari uppfærslu á eldhúsinu. Ég endaði á að kaupa svörtu tækin og vask sem fóru á hvíta borðplötuna sem ég vildi ekki skipta út. Þetta setti alveg punktinn yfir i-ið og eldhúsið er alveg eins og nýtt úr kassanum,“ segir Hilmar. „Það skipti gríðarlega miklu máli að fá góðar ráðleggingar og aðstoð. Í stað þess að gera hlutina í fljótfærni og þurfa kannski að laga þá seinna eða fá fagmann til að laga þá er best að fá ráð um efnisval og undirbúning. Gylfi hjá Húsasmiðjunni sýndi mér ótrúlega mikla þolinmæði í að svara öllum misgáfulegu spurningunum frá mér en ég nýtti mér líka tæknina og tók upp myndbönd þar sem hann sýnir hvernig best er að gera þetta, svona til að hjálpa öðrum þá líka. En alls ekki vera hrædd við að spyrja, og sérstaklega spurningar sem þér finnst kjánalegt að spyrja, en það er betra að fá svar við öllu áður en ráðist er í hlutina.“ Frábær og peppandi hópur Fylgjendur Skreytum hús-hópsins á Facebook hafa getað fylgst með framvindunni en Hilmar hefur sett færslur þar inn reglulega. „Þessi hópur er frábær og mjög peppandi. Ég hefði aldrei lagt í þessa vegferð án þess að fá ábendingar, hrós og gagnrýni frá þessum skemmtilega hópi. Margir þarna eru í svipuðum pælingum og geta þá spurt mig eða séð hvernig ég gerði hlutina. Það er aldrei asnalegt að spyrja um ráð og ég hika ekki við að spyrja aðra, og hef gaman af því að svara þeim spurningum sem ég fæ.“ Aðspurður hvort fleiri verkefni séu í deiglunni þá svara Hilmar því til að það sé alltaf eitthvað að gerjast í hausnum á honum. „Ég er svakalega eirðarlaus og þarf helst að hafa margt fyrir stafni á sama tíma. Ef það er ekki að hanna og birta auglýsingar, taka ljósmyndir eða slíkt þá er ég líklega eitthvað að vesenast í húsinu eða garðinum. Þessu er líklega aldrei lokið - það má alltaf finna sér eitthvað til að hafa fyrir stafni og gera umhverfið sitt fallegra.“ Hérna að neðan má sjá myndband þar sem sýnt er hvernig best er að lakka og grunnvinna innréttingar eins og Hilmar gerði.
Hús og heimili Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira