Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Heilbrigðisráðuneytið hefur ítrekað frestað því að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi að sögn framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins sem hefur einnig áhyggjur af því að brjóstaskimun falli niður tímabundið um áramótin. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað um mikla orkudrykkjaneyslu íslenskra ungmenna, um stöðuna í Bandaríkjunum vegna mótmæla þar í landi og til að mynda notkun lögreglunnar á táragasi.

 Í fréttatímanum verður einnig hópi kvenna sem kalla sig Snjódrífurnar fylgt úr hlaði en þær ætla í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul af því tilefni að ein úr hópnum hefur sigrast á krabbameini sem talið var ósigrandi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30, sem horfa má á hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.