Dæmdur í 238 milljóna sekt fyrir skatt- og skilasvik Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 14:42 Dómurinn yfir Ágústi var staðfestur í Landsrétti en dómi héraðsdóms yfir forvera hans hjá Hamarsfelli var snúið við. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum. Ágúst Alfreð var sakfelldur fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, virðisaukaskatti og skýrslum auk skilasvika sem stjórnandi byggingarfélagsins Hamarsfells annars vegar og framkvæmdastjóri útibús Adakris á Íslandi hins vegar. Adakris annaðist á tímabili verk fyrir Reykjavíkurborg, þar á meðal framkvæmdir við Sæmundar- og Norðlingaskóla. Skilasvikin var Ágúst Alfreð talinn hafa framið þegar hann lét Reykjavíkurborg greiða andvirði tveggja lokauppgjöra vegna verksamninga, alls rúmlega fimmtíu milljónir króna, inn á bankareikning Adakris þrátt fyrir honum hafi verið kunnugt um, eða mátt vera kunnugt um, að þær væru veðsettar MP banka. Hinn maðurinn var skráður framkvæmdastjóri Hamarfsfells frá desember 2011 til október 2012 en þá tók Ágúst Alfreð við félaginu. Landsréttur sýknaði fyrri stjórnandann af ákæru þar sem ekki var talið að hann hefði borið slíka ábyrgð á skattskilum Hamarsfells á tímabilinu sem ákæran náði til. Sneri Landsréttur þannig við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem hafði dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 6,6 milljónir króna í sekt. Hamarsfell og Adakris voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2013 og lauk skiptum þeirra árin 2014 og 2015. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum. Ágúst Alfreð var sakfelldur fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, virðisaukaskatti og skýrslum auk skilasvika sem stjórnandi byggingarfélagsins Hamarsfells annars vegar og framkvæmdastjóri útibús Adakris á Íslandi hins vegar. Adakris annaðist á tímabili verk fyrir Reykjavíkurborg, þar á meðal framkvæmdir við Sæmundar- og Norðlingaskóla. Skilasvikin var Ágúst Alfreð talinn hafa framið þegar hann lét Reykjavíkurborg greiða andvirði tveggja lokauppgjöra vegna verksamninga, alls rúmlega fimmtíu milljónir króna, inn á bankareikning Adakris þrátt fyrir honum hafi verið kunnugt um, eða mátt vera kunnugt um, að þær væru veðsettar MP banka. Hinn maðurinn var skráður framkvæmdastjóri Hamarfsfells frá desember 2011 til október 2012 en þá tók Ágúst Alfreð við félaginu. Landsréttur sýknaði fyrri stjórnandann af ákæru þar sem ekki var talið að hann hefði borið slíka ábyrgð á skattskilum Hamarsfells á tímabilinu sem ákæran náði til. Sneri Landsréttur þannig við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem hafði dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 6,6 milljónir króna í sekt. Hamarsfell og Adakris voru tekin til gjaldþrotaskipta árið 2013 og lauk skiptum þeirra árin 2014 og 2015.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira