Fótbolti

Messi æfir einn þegar vika er í fyrsta leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi og félagar reyna að verja titilinn á Spáni.
Messi og félagar reyna að verja titilinn á Spáni. vísir/getty

Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, glímir við smávægileg meiðsli og hefur ekki æft með liðsfélögum sínum undanfarna daga vegna meiðsla en félagið staðfesti þetta í dag.

Argentínumaðurinn glímir við meiðsli í hægra læri og segir í yfirlýsingu Barcelona að hann æfi einn til þess að forðast að meiðslin verði alvarlegri en þau eru í dag. Hann ætti að vera klár í slaginn til þess að æfa með liðsfélögum síðar fyrr en síðar.

Messi æfði einn á miðvikudaginn en leikmenn Barcelona fengu svo frí á fimmtudaginn. Hann æfði svo aftur einn í gær en hann var ekki sá eini sem æfði einn því Ansu Fati var einnig í einstaklingsæfingum. Ekki kom nein skýring á því frá félaginu.

Barcelona mætir Mallorca í fyrsta leiknum eftir hléið vegna kórónuveirunnar en leikurinn fer fram þann 13. júní. Barcelona leiðir með tveimur stigum er ellefu umferðir eru eftir af deildinni. Spænski boltinn hefst þó á fimmtudagskvöldið er Valencia og Sevilla mætast meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×