Innlent

Hjólar í Reykja­víkur­borg og segir „sóma­kær sveitar­fé­lög“ ekki taka eignir af í­búum bóta­laust

Sylvía Hall skrifar
Sigurður Ingi segir framkvæmdirnar aldrei verða án samþykkis Isavia.
Sigurður Ingi segir framkvæmdirnar aldrei verða án samþykkis Isavia. Vísir/Vilhelm

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. Áform um um að leggja veg í gegnum friðað hús séu fráleit.

Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Reykjavíkurborg hefði tilkynnt flugfélaginu Erni að rífa ætti viðhaldsstöð félagsins vegna nýs skipulags og að engar bætur yrðu greiddar fyrir. Skýli félagsins er staðsett við ströndina þar sem áform eru um að reisa brú yfir Fossvog.

„Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sem voru í fréttum í gærkvöldi eru innan flugvallargirðingar og verða aldrei án samþykkis Isavia,“ skrifar Sigurður Ingi á Facebook-síðu sína. Jafnframt segir hann engin „sómakær sveitarfélög“ taka eignir af íbúum sínum bótalaust, og þá sérstaklega ekki þeim íbúum sem hafi þjónað sjúkraflugi og líffæraflutningum í áratugi.

„Þannig hagar sér enginn.“

Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis segir tilkynningu Reykjavíkurborgar mikið áfall. Ekki liggi fyrir hvenær framkvæmdirnar hefjist og sagði hann upphafleg áform hafa bent til þess að vegurinn yrði fyrir neðan skýlið.

„Við vitum ekki hvort það verður á morgun, í næstu viku, eftir mánuð eða ár. En það er boðað að leggja veg í gegnum þetta skýli.“

Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum

Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.