Lífið

Föst á Íslandi í þrjá mánuði og fékk að kynnast landinu ferðamannalausu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Meryil í Krauma baðlauginni.
Meryil í Krauma baðlauginni.

„Ég var föst á Íslandi frá 1. mars til 31. maí sem ferðamaður. Ég var það heppin að sjá árstíðirnar breytast og upplifa landið nánast ferðamannalaust,“ segir kona að nafni Meryl á Reddit.

Þar hefur hún opnað þráð til að ræða dvöl sína hér á landi. Hún bendir á Instagram-reikning sinn þar sem hún hefur birt myndir frá dvöl sinni.

Meryl ferðaðist töluvert um landið en hún segist hafa safnað fyrir þessari ferð í langan tíma en hafi þurft að gista á ódýrari stöðum vegna þess að dvölin varð lengri en til stóð.

Hér má sjá myndir á Instagram-reikningi Meryl og sjá landið nánast ferðamannalaust.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.