Innlent

Fundu 30 kíló af kanna­bis­efnum í upp­sveitum Ár­nes­sýslu

Atli Ísleifsson skrifar
Efnin fundust í flutningabíl sem staðsettur var í uppsveitum Árnessýslu.
Efnin fundust í flutningabíl sem staðsettur var í uppsveitum Árnessýslu. Vísir/Vilhelm

Lögreglumenn á Suðurlandi fundu fyrir nokkrum dögum síðan tæp þrjátíu kíló af kannabisefnum tilbúnum til þurrkunar og pökkunar.

Lögregla greinir frá þessu í færslu á Facebook. Þar segir að efnin hafi fundist í flutningabíl sem staðsettur var í uppsveitum Árnessýslu.

„Í lok síðustu viku fóru lögreglumenn einnig í húsleit á Selfossi og fannst við þá leit töluvert magn fíkniefna, sum í söluumbúðum. Húsráðandi er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×