Innlent

Einn í haldi í tengslum við þrjú innbrot

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi. Vísir/Vilhelm

Einn er í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra í tengslum við innbrot á þremur stöðum á Blönduósi í nótt þar sem verðmætum var stolið.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar þar segir að innbrotin séu rannsökuð í samvinnu við lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu og lögregluna á Norðurlandi eystra.

Þá var einn gripinn glóðvolgur á Sauðárkróki síðdegis í þar sem viðkomandi var að grípa verkfæratösku úr bíl sem lagt var við heimahús.

 Biður lögreglan fólk um að vera vel á varðbergi gagnvart grunnsamlegum mannaferðum og hafa samband við lögreglu ef ástæða er til. Þá er fólki bent á að ganga vel frá verðmætum og læsa bílum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.