Innlent

Einn í haldi í tengslum við þrjú innbrot

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi. Vísir/Vilhelm

Einn er í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra í tengslum við innbrot á þremur stöðum á Blönduósi í nótt þar sem verðmætum var stolið.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar þar segir að innbrotin séu rannsökuð í samvinnu við lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu og lögregluna á Norðurlandi eystra.

Þá var einn gripinn glóðvolgur á Sauðárkróki síðdegis í þar sem viðkomandi var að grípa verkfæratösku úr bíl sem lagt var við heimahús.

 Biður lögreglan fólk um að vera vel á varðbergi gagnvart grunnsamlegum mannaferðum og hafa samband við lögreglu ef ástæða er til. Þá er fólki bent á að ganga vel frá verðmætum og læsa bílum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.