Lífið

Sýna verk sem voru samin á tímum Covid og samskiptafjarlægðar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
SKRÚÐUR
SKRÚÐUR Mynd/Einar Hrafn Stefánsson

Í kvöld fer fram einstakur Social dist-dancing viðburður í Gamla bíó og er aðgangur ókeypis. Sýnd verða þrjú stutt verk sem voru samin á tímum Covid og samskiptafjarlægðar. Öll verkin eru samstarf dansara úr Íslenska dansflokknum og hljóðfæraleikara úr Sinfoníuhljómsveit Íslands. Verkin eru Skrúður, Skeljar og Hommages. Dansararnir segja að þetta sé það sem gerist í eirðarleysinu.

Tveir dansarar Íslenska dansflokksins, Halla Þórðardóttir og Þyri Huld Árnadóttir, mæta Tríó lúðrasveit í samsuðu hreyfinga og hljóma í verkinu SKRÚÐUR. Í sveitinni eru þær Arngunnur Árnadóttir, Björg Brjánsdóttir og Bryndís Þórsdóttir. Úr verður áhugavert samtal listamanna. Verkið er í vinnslu og er þetta einstakt tækifæri til að sjá skyggnast inn í sköpunarferli.

SKELJARMynd/Einar Hrafn Stefánsson

Duo Harpverk er skipað Katie Buckley, hörpuleikara og Frank Aarnink, slagverksleikara sem bæði eru í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ásamt dansaranum Felix Urbina Alejandre úr Íslenska dansflokknum flytja þau spennandi dagskrá sem samanstendur af tónlist eftir Oliver Kentish, Daníel Bjarnason og Völu Gestsdóttur. Verkið kallast SKELJAR.

HOMMAGESMynd/Einar Hrafn Stefánsson

Svissneski samtímadansarinn Charmene Pang og túbuleikari Sinfóníu Íslands, Nimrod Ron, leika tvo dúetta undir nafninu HOMMAGES. Charmene og Nimrod hafa unnið hörðum höndum við að finna sameiginlegt tungumál til að túlka tónlist Belá Kovács and Krzysztof Eugeniusz Penderecki og nota óhefðbundið samspil dans og túbu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.