Mikilvægt að draga fram það sem fer hverjum einstaklingi best Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júní 2020 21:00 Sunna Björk Karlsdóttir snyrtifræðingur sérhæfir sig í að breyta og móta augabrúnum. Aðsend mynd Sunna Björk Karlsdóttir ákvað að verða snyrtifræðingur, eftir að hún fór í fyrsta skipti sjálf í litun og plokkun á augabrúnum. Þetta var í kringum fermingaraldur en síðan þá hefur hún unnið að því markmiði að láta þann draum rætast og byrja með eigin rekstur. Hún sérhæfir sig í augabrúnum og hefur nóg að gera við að starfa við það hér á landi. „Þær eru svo stór partur af andlitinu, setja punktinn yfrir i-ið. Það skiptir svo miklu máli að hafa þær snyrtilegar og flottar,“ svarar Sunna aðspurð um það hvað það er við augabrúnir sem heillar. Sunna segir að það mikilvægasta sem hún hafi lært á ferlinum sé að meta þarf út frá hverjum og einum hvaða meðferð hentar best og að vera með puttann á púlsinum og fylgjast með hvað er í tísku hverju sinni. „Það er ekki til eitt form sem er fallegast, augabrúnir geta verið svo misjafnar að gerð og lögun og því skiptir máli að draga fram það sem fer hverjum einstaklingi best. Svo er svo skemmtilegt að tískan breytileg og þá þarf að fylgjast með tískustraumum.“ Sunna segist fá innblástur á netinu, frá öðrum snyrtifræðingum og fólkinu í kringum sig. Hún byrjaði með eigin rekstur í janúar en svo setti Covid strik í reikninginn. Dæmi um brow lift frá Sunnu.Aðsend mynd „Eftir fæðingarorlof var ég aðeins að skoða mig um og sjá hvað ég vildi gera. Ég er í meistaranámi og út frá því ákvað ég að skoða hvaða aðstaða væri í boði. Ég fann frábæra aðstöðu hjá stelpunum á Dekurstofunni í Kringlunni og byrjaði þá með reksturinn Hjá Sunnu. Það er búið að ganga mjög vel. En vissulega hafði Covid heimsfaraldurinn mikil áhrif og erfitt að glíma við slíkt í upphafi reksturs. En eftir að snyrtistofur fengu að opna aftur hefur verið mjög mikið að gera.“ Nýlega byrjaði Sunna að bjóða upp á svokallaða Brow Lift/Brow Lamination meðferð fyrir augabrúnir. „Það er alveg nýtt á Íslandi og er mjög vinsælt, það er vægast sagt brjálað að gera hjá mér í því. Vinkona mín hefur verið svakalega spennt fyrir þessari nýju tísku úti í heimi og hvatti mig eindregið til þess að sækja þessa meðferð hingað til Íslands. Ég ákvað að vinna í því og gat svo byrjað að bjóða upp á Brow Lift þegar snyrtistofur fengu að opna eftir Covid lokun. Þvílíkar viðtökur. Brow Lift/Lamination er í rauninni permanent í augabrúnirnar til þess að móta, breyta lögun, þykka, ýkja eða bara það sem hver og einn vill. Í Brow Lift meðferð er notað sérstakt efni til að móta og lyfta augabrúnum.“ Sunna segir að það sé auðvelt að breyta og móta augabrúnum og stjórna því hvernig hárin liggja.Aðsend mynd Sunna segir að þetta sé sniðugt fyrir þær sem vilja breyta til eða nenna ekki að nota augabrúnagel daglega. „Ég fæ mjög mikið af yngri stelpum til mín sem vilja greiða, breikka eða ýkja brúnirnar. En það er farið að aukast að eldri skvísur koma líka, flestar til að gera meira úr brúnunum, hækka augnsvipinn eða greiða yfir bletti þar sem hárvöxturinn mætti vera meiri.“ Að hennar mati er bæði ýkt og náttúrulegt áberandi trend núna. „Þetta getur gert svo mikið úr augabrúnunun og sett fallegan svip á andlitið, hægt er að beina hárunum þannig að þau fari yfir gisin svæði, þar sem vantar jafnvel hár í brúnirnar eða bara greiða þær fallega og í fallega lögun.“ Sunna segir að meðferðin sem hún er að gera endist í allt að tvo mánuði. „Efnafræðileg verkun gerir það að verkum að hægt verður að endurmóta augabrúnirnar og stjórna því́ í hvaða átt hárin vísa.“ Sunna hugsar einstaklega vel um húðina sína og hvetur fólk til að nota sólarvörn. „Ég nota vörur sem henta minni húðgerð. Þríf hana kvölds og morgna með viðeigandi andlitshreinsi. Nota dag- og augnkrem á hverjum degi og sólarvörn þegar sólin lætur sjá sig. Djúphreinsa tvisvar sinnum í viku og nota maska tvisvar í viku.“ Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira
Sunna Björk Karlsdóttir ákvað að verða snyrtifræðingur, eftir að hún fór í fyrsta skipti sjálf í litun og plokkun á augabrúnum. Þetta var í kringum fermingaraldur en síðan þá hefur hún unnið að því markmiði að láta þann draum rætast og byrja með eigin rekstur. Hún sérhæfir sig í augabrúnum og hefur nóg að gera við að starfa við það hér á landi. „Þær eru svo stór partur af andlitinu, setja punktinn yfrir i-ið. Það skiptir svo miklu máli að hafa þær snyrtilegar og flottar,“ svarar Sunna aðspurð um það hvað það er við augabrúnir sem heillar. Sunna segir að það mikilvægasta sem hún hafi lært á ferlinum sé að meta þarf út frá hverjum og einum hvaða meðferð hentar best og að vera með puttann á púlsinum og fylgjast með hvað er í tísku hverju sinni. „Það er ekki til eitt form sem er fallegast, augabrúnir geta verið svo misjafnar að gerð og lögun og því skiptir máli að draga fram það sem fer hverjum einstaklingi best. Svo er svo skemmtilegt að tískan breytileg og þá þarf að fylgjast með tískustraumum.“ Sunna segist fá innblástur á netinu, frá öðrum snyrtifræðingum og fólkinu í kringum sig. Hún byrjaði með eigin rekstur í janúar en svo setti Covid strik í reikninginn. Dæmi um brow lift frá Sunnu.Aðsend mynd „Eftir fæðingarorlof var ég aðeins að skoða mig um og sjá hvað ég vildi gera. Ég er í meistaranámi og út frá því ákvað ég að skoða hvaða aðstaða væri í boði. Ég fann frábæra aðstöðu hjá stelpunum á Dekurstofunni í Kringlunni og byrjaði þá með reksturinn Hjá Sunnu. Það er búið að ganga mjög vel. En vissulega hafði Covid heimsfaraldurinn mikil áhrif og erfitt að glíma við slíkt í upphafi reksturs. En eftir að snyrtistofur fengu að opna aftur hefur verið mjög mikið að gera.“ Nýlega byrjaði Sunna að bjóða upp á svokallaða Brow Lift/Brow Lamination meðferð fyrir augabrúnir. „Það er alveg nýtt á Íslandi og er mjög vinsælt, það er vægast sagt brjálað að gera hjá mér í því. Vinkona mín hefur verið svakalega spennt fyrir þessari nýju tísku úti í heimi og hvatti mig eindregið til þess að sækja þessa meðferð hingað til Íslands. Ég ákvað að vinna í því og gat svo byrjað að bjóða upp á Brow Lift þegar snyrtistofur fengu að opna eftir Covid lokun. Þvílíkar viðtökur. Brow Lift/Lamination er í rauninni permanent í augabrúnirnar til þess að móta, breyta lögun, þykka, ýkja eða bara það sem hver og einn vill. Í Brow Lift meðferð er notað sérstakt efni til að móta og lyfta augabrúnum.“ Sunna segir að það sé auðvelt að breyta og móta augabrúnum og stjórna því hvernig hárin liggja.Aðsend mynd Sunna segir að þetta sé sniðugt fyrir þær sem vilja breyta til eða nenna ekki að nota augabrúnagel daglega. „Ég fæ mjög mikið af yngri stelpum til mín sem vilja greiða, breikka eða ýkja brúnirnar. En það er farið að aukast að eldri skvísur koma líka, flestar til að gera meira úr brúnunum, hækka augnsvipinn eða greiða yfir bletti þar sem hárvöxturinn mætti vera meiri.“ Að hennar mati er bæði ýkt og náttúrulegt áberandi trend núna. „Þetta getur gert svo mikið úr augabrúnunun og sett fallegan svip á andlitið, hægt er að beina hárunum þannig að þau fari yfir gisin svæði, þar sem vantar jafnvel hár í brúnirnar eða bara greiða þær fallega og í fallega lögun.“ Sunna segir að meðferðin sem hún er að gera endist í allt að tvo mánuði. „Efnafræðileg verkun gerir það að verkum að hægt verður að endurmóta augabrúnirnar og stjórna því́ í hvaða átt hárin vísa.“ Sunna hugsar einstaklega vel um húðina sína og hvetur fólk til að nota sólarvörn. „Ég nota vörur sem henta minni húðgerð. Þríf hana kvölds og morgna með viðeigandi andlitshreinsi. Nota dag- og augnkrem á hverjum degi og sólarvörn þegar sólin lætur sjá sig. Djúphreinsa tvisvar sinnum í viku og nota maska tvisvar í viku.“
Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira