Innlent

Rannsaka árás á starfsmann rakarastofu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan rannsakar málið.
Lögreglan rannsakar málið. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi sem ráðist hafði á starfsmann rakarastofu á Laugavegi síðdegis í gær. Maðurinn hafði síðan skemmt bæði gleraugu og bifhjól starfsmannsins. Áður hafði manninum verið vísað út af rakarastofunni sökum ástands síns. Lögregla rannsakar nú málið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Rétt upp úr miðnætti var ölvaður maður handtekinn á heimili í miðbænum. Hann var grunaður um líkamsárás og hótanir, og var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls.

Laust fyrir hálf tvö var ökumaður bifreiðar stöðvaður í Mosfellsbæ. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk ítrekaðs aksturs án ökuréttinda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.