Innlent

Rannsaka árás á starfsmann rakarastofu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan rannsakar málið.
Lögreglan rannsakar málið. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi sem ráðist hafði á starfsmann rakarastofu á Laugavegi síðdegis í gær. Maðurinn hafði síðan skemmt bæði gleraugu og bifhjól starfsmannsins. Áður hafði manninum verið vísað út af rakarastofunni sökum ástands síns. Lögregla rannsakar nú málið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Rétt upp úr miðnætti var ölvaður maður handtekinn á heimili í miðbænum. Hann var grunaður um líkamsárás og hótanir, og var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls.

Laust fyrir hálf tvö var ökumaður bifreiðar stöðvaður í Mosfellsbæ. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk ítrekaðs aksturs án ökuréttinda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×