Lífið

Stjörnu­lífið: Ferða­lagið innan­lands hafið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumarið fór vel af stað hjá stjörnunum. 
Sumarið fór vel af stað hjá stjörnunum. 

Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.

Um helgina var fyrsta ferðahelgin hér á landi í sumar og flykktust Íslendingar út á land um Hvítasunnuhelgina eins og svo oft áður.

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir skellti sér í dömufrí á Stykkishólm ásamt vinkonu sinni Ástríði Viðarsdóttur. 

View this post on Instagram

Dömur. #dömufrí

A post shared by Bjorgm (@bjorgmagnus) on

Áhrifavaldurinn Sunneva Einars er nú þegar byrjuð að njóta lífsins innanlands. 

 Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðstjóri World Class, skellti sér út á lífið og var hún stórglæsileg. 

 Aflraunamaðurinn og hnefaleikakappinn Hafþór Júlíus Björnsson sýndi fylgjendum sínum hvernig það er að vera á almennu farrými fyrir þennan risavaxna mann. 

 Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran hefur verið að æfa hlaup að undanförnu og fór loks 21 kílómeter á dögunum. 

 Áhrifavaldurinn Camilla Rut gat loksins notað kjól sem hún keypti fyrir fimm árum. 

 Gunnar Steinn Jónsson og Elísabet Gunnarsdóttir fengu sér góðan morgunmat í Svíþjóð.

Eva Ruza fagnaði fertugsafmæli eiginmanns síns Sigurði Þór Þórssyni og það með stæl.

   Dansdrottningin Ástrós Traustadóttir fékk sér sitt fyrsta húðflúr. 

 Aníta Briem fékk sér drykk með góðum vinum á afmælisdegi sínum. 

 Bjarni Benediktsson birti fallegar myndir af dætrum sínum, afabarninu og langafanum.

 Kári Kristján og Gæi flottir saman í Vestmannaeyjum. 

 Fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson og Pálína María Gunnlaugsdóttir eiga von á sínum öðru barni eins og tilkynnt var um helgina. 

 Benedikt Valsson og Heiða Björk Ingimarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn um helgina. 

Steindi og Sigrún hafa verið saman í tólf ár. 

Svala Björgvins óskaði Sölku Sól til hamingju með afmælið. 

View this post on Instagram

Til hamingju með afmælið sætust

A post shared by SVALA (@svalakali) on

Sóli Hólm og Viktoría Hermannsdóttir skelltu sér í bústað við Apavatn og það í alveg eins íþróttagöllum. 

 Áhrifavaldurinn Bryndís Líf naut lífsins á Hótel Grímsborgum. 

Lína Birgitta, Sólrún Digeo, Gurrý Jóns og Camilla Rut skemmtu sér vel um helgina.

 Lína Birgitta segist vera mjög heppin  með mann. 

Parið Elísabet Eyþórsdóttir og Barði Jóhannson stilltu sér upp fyrir myndatöku.

Knattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir var gæsuð um helgina og mætti sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson óvænt í teitið.

Regína Ósk, Andrea Gylfa, Selma Björns, Heiða Ólafs, María Björk og fleiri söngkonur skelltu sér í söngdívugleði á Íon hótelinu á Nesjavöllum um helgina.

 Unnur Ösp, Björn Thors, Óli Egils og Esther Talía fóru í foreldraleyfi á Hótel Geysi um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.