Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um ástandið, mótmælin og óeirðirnar í Bandaríkjunum. Þá verður rætt við Bandaríkjamenn sem búsettir eru hér á landi og hafa efnt til samstöðumótmæla á Austurvelli á miðvikudag. Þeir segir samlanda sína, sem ekki búa í Bandaríkjunum, vanmáttuga gagnvart ástandinu sem þar ríki.

Í fréttatímanum hittum við einnig háskólanema úr Háskólanum í Reykjavík sem hafa sérstakt dálæti á vélmennum og hafa dundað sér við að búa til skemmtileg vélmenni síðustu misseri. Nemarnir hafa stofnað sérstakan vélmennaklúbb.

Og segjum líka frá því að einn vinsælasti áfangi í Fjölbrautaskóla Suðurlands er veggjalist.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.