Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um ástandið, mótmælin og óeirðirnar í Bandaríkjunum. Þá verður rætt við Bandaríkjamenn sem búsettir eru hér á landi og hafa efnt til samstöðumótmæla á Austurvelli á miðvikudag. Þeir segir samlanda sína, sem ekki búa í Bandaríkjunum, vanmáttuga gagnvart ástandinu sem þar ríki.

Í fréttatímanum hittum við einnig háskólanema úr Háskólanum í Reykjavík sem hafa sérstakt dálæti á vélmennum og hafa dundað sér við að búa til skemmtileg vélmenni síðustu misseri. Nemarnir hafa stofnað sérstakan vélmennaklúbb.

Og segjum líka frá því að einn vinsælasti áfangi í Fjölbrautaskóla Suðurlands er veggjalist.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×