Innlent

Um 150 skjálftar hafa mælst á Reykja­nesi síðasta sólar­hringinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir að skjálftahrinan geti verið afleiðing kvikuinnskots undir Þorbirni.
Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir að skjálftahrinan geti verið afleiðing kvikuinnskots undir Þorbirni. skjáskot/Veðurstofan

Frá því í gær hafa mælst um hundrað og fimmtíu jarðskjálftar á Reykjanesi og í heildina eru skjálftar nærri Þorbirni í Grindavík orðnir um þrjú hundruð og fimmtíu. Enn á þó eftir að vinna úr gögnum.

Vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að skjálftahrinan nú gæti verið afleiðing kvikuinnskots en samkvæmt nýjum göngum eru vísbendingar um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn. Það gerist þó hægar en áður.

Óvissustig almannavarna vegna landrisins er enn í gildi á svæðinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.