Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Vaxandi ólga og spenna í er í óeirðum og mótmælum í Bandaríkjunum vegna dauða George Floyd sem lést þegar lögreglumaður þrengdi að hálsi hans þegar hann var handtekinn á mánudag Minneapolis.

Lögregla hefur beitt táragasi og gúmmíkúlum til þess að sundra mannfjölda en mótmælendur í Minneapolis virtu útgöngubann í borginni síðustu nótt, að vettugi. Þjóðvarðliðið hefur verið kallað út í mörgum ríkjum og herlögregla hefur verið sett í viðbragðsstöðu.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við íslenska konu sem hefur verið búsett í Minneapolis í hátt í fjóra áratugi. Hún óttast að mótmælin og óeirðirnar séu rétt að hefjast og muni standa fram eftir sumri.

Þá verður einnig greint frá því að stórfyrirtæki hér á landi hafa fengið tugi til hundruð milljón króna skattafslátt vegna nýsköpunar þrátt fyrir háar arðgreiðslur.

Einnig verður sagt frá því að landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár hér á landi og við hittum matreiðslumeistara, sem missti vinnunna vegna kórónuveirunnar, hefur spilað eitt lag á dag. Við heyrum brot af þeim í fréttatímanum sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×