Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 19:06 Kári Stefánsson kemur af fundi forsætisráðherra í dag vegna skimunar fyrir Covid-19 á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar á fræðslufundi ÍE, Glíman við Covid-19. Mótefnamælingar hófust fyrr í mánuðinum og var í verkefninu safnað sýnum sem komu í blóðrannsóknir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sagði í samtali við Vísi 12. maí að mótefnamælingar væru þrískiptar. „Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni,“ sagði Már þann 12. maí. Við litum svo á að um 22.000 manns hafi verið útsettir fyrir veirunni með því að bæta við 0,9 prósent teljum við að 55.000 íslendingar hafi verið útsettir fyrir veirunni og skynsamlegt hefði verið að setja í sóttkví, sagði Kári. Allar upplýsingar úr mælingunum verða færðar í gagnabanka fyrir sóttvarnayfirvöld til þess að hægt verði að taka á næstu bylgjum faraldursins. Í spurningahluta fræðslufundarins sagði Kári að enn ætti eftir að greina frá niðurstöðum úr mótefnamælingum einstaklinga, þeir megi þó vænta þeirra á næstu 2-3 vikum. „Við þurftum að fiska eftir mótefni í mjög stórum hundraðshluta þjóðarinnar áður en við vorum viss um hvað við vorum að sjá. Við erum búin að skima margfalt fleiri en hefur verið gert á meðal nokkurrar þjóðar fyrir mótefnum. Við erum komin með mjög haldgóðar upplýsingar um mótefnamyndun og um hvað mótefna þýða,“ sagði Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar á fræðslufundi ÍE, Glíman við Covid-19. Mótefnamælingar hófust fyrr í mánuðinum og var í verkefninu safnað sýnum sem komu í blóðrannsóknir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sagði í samtali við Vísi 12. maí að mótefnamælingar væru þrískiptar. „Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni,“ sagði Már þann 12. maí. Við litum svo á að um 22.000 manns hafi verið útsettir fyrir veirunni með því að bæta við 0,9 prósent teljum við að 55.000 íslendingar hafi verið útsettir fyrir veirunni og skynsamlegt hefði verið að setja í sóttkví, sagði Kári. Allar upplýsingar úr mælingunum verða færðar í gagnabanka fyrir sóttvarnayfirvöld til þess að hægt verði að taka á næstu bylgjum faraldursins. Í spurningahluta fræðslufundarins sagði Kári að enn ætti eftir að greina frá niðurstöðum úr mótefnamælingum einstaklinga, þeir megi þó vænta þeirra á næstu 2-3 vikum. „Við þurftum að fiska eftir mótefni í mjög stórum hundraðshluta þjóðarinnar áður en við vorum viss um hvað við vorum að sjá. Við erum búin að skima margfalt fleiri en hefur verið gert á meðal nokkurrar þjóðar fyrir mótefnum. Við erum komin með mjög haldgóðar upplýsingar um mótefnamyndun og um hvað mótefna þýða,“ sagði Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira