Innlent

Um­ferðar­merki komin upp við varan­legu göngu­göturnar

Atli Ísleifsson skrifar
Opið er fyrir akstur vegna vöruafgreiðslu á morgnana.
Opið er fyrir akstur vegna vöruafgreiðslu á morgnana. Reykjavíkurborg

Búið er að setja upp sérstök skilti til að minna vegfarendur á göngugötur í miðborginni en hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs er nú orðinn að varanlegum göngugötum.

Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að skiltin séu á nokkrum stöðum. Þær götur sem nú eru varanlegar göngugötur eftir að deiliskipulag var staðfest eru Laugavegur frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastígur frá Laugavegi að Grettisgötu.

Ennfremur segir að göturnar séu opnar fyrir akstur vegna vöruafgreiðslu virka daga frá klukkan sjö á morgnana til klukkan ellefu og milli klukkan átta og ellefu á laugardögum.

Nokkuð hefur verið um bílaumferð á göngugötunum undanfarið en Reykjavíkurborg hefur nú áréttað að um göngugötur sé að ræða með fyrrnefndum skiltum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.