Jimmy Fallon biðst innilegrar afsökunar á 20 ára gömlum skets Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2020 08:58 Jimmy Fallon í gervi Chris Rock í sjónvarpsþættinum SNL árið 2000. Skjáskot Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon baðst í gær afsökunar á því að hafa brugðið sér í svokallað „blackface“-gervi í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live, hvar hann var leikari um árabil, árið 2000. Myndband af umræddu atriði gekk í endurnýjun lífdaga á samfélagsmiðlum á mánudag og í kjölfarið kölluðu margir eftir því að Fallon segði af sér sem stjórnandi spjallþáttarins Tonight Show. Í atriðinu bregður Fallon sér í gervi Chris Rock, grínista og meðleikara hans í þáttunum á sínum tíma, og hefur látið dekkja talsvert á sér húðina til að líkjast Rock, sem er svartur. Slíkt er iðulega kallað „blackface“, þ.e. þegar hvítt fólk málar sig dökkt til að líkjast svörtu fólki, og þykir athæfið grundvallast á kynþáttafordómum. Það á sér einkum langa sögu í Bandaríkjunum. Hluta úr umræddu atriði má sjá hér að neðan. Jimmy Fallon Blackface,,, pic.twitter.com/jwr0OiNxfE— BrokenVolume (@BrokenVolume) February 9, 2019 Fallon birti í kjölfarið yfirlýsingu á Twitter-reikningi sínum í gær og baðst afsökunar á hinu 20 ára gamla innslagi. „Árið 2000, þegar ég var í SNL, tók ég þá hræðilegu ákvörðun að herma eftir Chris Rock, í „blackface“. Það er ekki hægt að afsaka þetta. Mér þykir mjög fyrir því að hafa tekið þessa óumdeilanlega særandi ákvörðun og þakka ykkur öllum fyrir að gera mig ábyrgan fyrir henni,“ skrifaði Fallon á Twitter. In 2000, while on SNL, I made a terrible decision to do an impersonation of Chris Rock while in blackface. There is no excuse for this. I am very sorry for making this unquestionably offensive decision and thank all of you for holding me accountable.— jimmy fallon (@jimmyfallon) May 26, 2020 Fyrsti þáttur SNL var frumsýndur árið 1975 og í gegnum tíðina hafa hvítir leikarar þáttarins margir brugðið sér í gervi svartra, oft með því að dekkja á sér húðina líkt og Fallon í umræddu atriði. Þá hefur jafnframt verið bent á í kjölfar málsins nú að aðrir grínistar, til dæmis spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel, hafi einnig stigið á stokk í „blackface“. Þá er orðið frægt þegar gamlar myndir af Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada með svartmálað andlit fóru í dreifingu í fyrra. Trudeau baðst afsökunar á athæfinu. Þá hafa sambærileg mál komið upp hér á landi. Rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, gagnrýndi til að mynda hljómsveitina The Hefners sumarið 2018 fyrir að klæðast „blackface“-gervi á tónleikum á Mærudögum á Húsavík. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Brandarar fyrir tómum sölum frá og með næstu viku Nokkrir af vinsælustu spjallþáttunum í Bandaríkjunum munu á næstunni ekki vera með neina áhorfendur í sal. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 07:52 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon baðst í gær afsökunar á því að hafa brugðið sér í svokallað „blackface“-gervi í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live, hvar hann var leikari um árabil, árið 2000. Myndband af umræddu atriði gekk í endurnýjun lífdaga á samfélagsmiðlum á mánudag og í kjölfarið kölluðu margir eftir því að Fallon segði af sér sem stjórnandi spjallþáttarins Tonight Show. Í atriðinu bregður Fallon sér í gervi Chris Rock, grínista og meðleikara hans í þáttunum á sínum tíma, og hefur látið dekkja talsvert á sér húðina til að líkjast Rock, sem er svartur. Slíkt er iðulega kallað „blackface“, þ.e. þegar hvítt fólk málar sig dökkt til að líkjast svörtu fólki, og þykir athæfið grundvallast á kynþáttafordómum. Það á sér einkum langa sögu í Bandaríkjunum. Hluta úr umræddu atriði má sjá hér að neðan. Jimmy Fallon Blackface,,, pic.twitter.com/jwr0OiNxfE— BrokenVolume (@BrokenVolume) February 9, 2019 Fallon birti í kjölfarið yfirlýsingu á Twitter-reikningi sínum í gær og baðst afsökunar á hinu 20 ára gamla innslagi. „Árið 2000, þegar ég var í SNL, tók ég þá hræðilegu ákvörðun að herma eftir Chris Rock, í „blackface“. Það er ekki hægt að afsaka þetta. Mér þykir mjög fyrir því að hafa tekið þessa óumdeilanlega særandi ákvörðun og þakka ykkur öllum fyrir að gera mig ábyrgan fyrir henni,“ skrifaði Fallon á Twitter. In 2000, while on SNL, I made a terrible decision to do an impersonation of Chris Rock while in blackface. There is no excuse for this. I am very sorry for making this unquestionably offensive decision and thank all of you for holding me accountable.— jimmy fallon (@jimmyfallon) May 26, 2020 Fyrsti þáttur SNL var frumsýndur árið 1975 og í gegnum tíðina hafa hvítir leikarar þáttarins margir brugðið sér í gervi svartra, oft með því að dekkja á sér húðina líkt og Fallon í umræddu atriði. Þá hefur jafnframt verið bent á í kjölfar málsins nú að aðrir grínistar, til dæmis spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel, hafi einnig stigið á stokk í „blackface“. Þá er orðið frægt þegar gamlar myndir af Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada með svartmálað andlit fóru í dreifingu í fyrra. Trudeau baðst afsökunar á athæfinu. Þá hafa sambærileg mál komið upp hér á landi. Rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, gagnrýndi til að mynda hljómsveitina The Hefners sumarið 2018 fyrir að klæðast „blackface“-gervi á tónleikum á Mærudögum á Húsavík.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Brandarar fyrir tómum sölum frá og með næstu viku Nokkrir af vinsælustu spjallþáttunum í Bandaríkjunum munu á næstunni ekki vera með neina áhorfendur í sal. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 07:52 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Brandarar fyrir tómum sölum frá og með næstu viku Nokkrir af vinsælustu spjallþáttunum í Bandaríkjunum munu á næstunni ekki vera með neina áhorfendur í sal. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 07:52
Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30