Segir uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2020 18:08 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast nýta sér erfiðar efnahagsaðstæður á Suðurnesjum til að slá sig til riddara. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í tillögu hans um uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum í sérstakri umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Guðlaugur lagði til í mars síðastliðnum í ráðherranefnd um ríkisfjármál uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvík á Suðurnesjum en tillagan náði ekki fram að ganga. Utanríkisráðherra lagði til að íslensk stjórnvöld legðu til 250 milljónir króna á ári á tímabilinu 2021-2025 auk 125 milljónir króna í ár til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Upphæðin nemur samtals 1.450 milljónum króna. Þá lagði hann einnig til að framkvæmdum við gistirými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt sem falið hefði í sér 330 milljóna króna aukningu framlaga til verkefnisins á árunum 2021-2022. Nú þegar standa yfir eða eru í undirbúningi framkvæmdir á og við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll sem nema alls 13-14 milljörðum íslenskra króna. Guðlaugur Þór benti á í svari sínu að þetta sé mesta fjárfesting í varnar- og öryggismálum landsins á þessari öld enda sé uppsöfnuð þörf fyrir viðhald og endurbætur. Ekki aukið bolmagn eða nýtt hlutverk falið í uppbyggingu „Þessi verkefni munu skapa yfir 300 ársstörf hér á landi. Þau fela meðal annars í sér endurnýjun á kerfum íslenska loftvarnakerfisins og uppfærslur á ratsjár- og fjarskiptastöðvum, viðhald flugbrautakerfis, viðgerðir og endurbætur á flugvélastæðum og flugskýlum og byggingu þvottastöðvar,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagði framkvæmdirnar ekki fela í sér eðlisbreytingu á viðbúnaði sem til staðar er í landinu eða á starfsemi sem þátttakan í NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin felur í sér. „Umræddar framkvæmdir fælu ekki í sér aukið bolmagn eða nýtt hlutverk og þaðan af síður fasta viðveru erlends liðsafla. Þær eru allar í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnuna sem kveður á um að tryggja skuli að í landinu séu til staðar varnarmannvirki til að,“ bætti Guðlaugur við. Þá staðfesti Guðlaugur að ekki hefði borist formleg beiðni frá NATO eða samstarfslöndum Íslands um verkefnin og gagnrýndi Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, það harðlega. Hann sagði verkefnið líta út sem „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi, sem virðist vera að nota sér hörmulegar efnahagsaðstæður svæðisins í kjölfar Covids til að slá sig til riddara.“ „Þá minni ég á að í kjölfar heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna þá fullyrti ráðherra, þegar á hann var gengið, að það ætti ekki að blanda saman varnar- og hernaðaruppbyggingu við viðskipti. Það er bara eitruð blanda og ekki samboðin virðingu íslenskrar þjóðar,“ ítrekaði Logi. Hann sagðist hins vegar fulla þörf á að blása til sóknar í atvinnulífi Suðurnesjabæja og aukningar á fjölbreytni í atvinnulífinu. Umræða á forsendum Bandaríkjanna hugsunarvilla Fleiri þingmenn tóku undir áhyggjur Loga og sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gallann vera þann að umræða um þjóðaröryggismál, varnarmál eða hernaðaruppbyggingu á Íslandi alltaf fara fram á forsendum Bandaríkjanna. „Það er alltaf á forsendum þess hvað Bandaríkin þurfi til að geta þjónað okkar öryggi. Þetta er auðveld hugsunarvilla þar sem okkar þjóðaröryggi hefur verið samtvinnað Bandaríkjunum svo lengi.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingamaður Vinstri grænna, kallaði eftir því að Ísland stuðlaði áfram að samvinnu og spennulækkun í Norðurskautsráðinu, í þingmannaráðstefnu norðurslóða í norrænu víddinni og halda ætti fast í þá stefnu. „Við eigum að halda fast við þá stefnu og sjá frekar fyrir okkur hæga stækkun Helguvíkur á samfélagsgrunni fyrir hefðbundnar siglingar en það sem hér er til umræðu. Við þurfum sem sagt að stunda spennulækkun, en ekki spennuhækkun.“ „Það er í þágu samfélagsins á norðurslóðum en ekki hermálayfirvalda í umræddum löndum,“ sagði Ari Trausti. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að til stæði að leggja til milljarða en ekki milljónir króna. Keflavíkurflugvöllur NATO Suðurnesjabær Alþingi Varnarmál Tengdar fréttir „Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í tillögu hans um uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum í sérstakri umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Guðlaugur lagði til í mars síðastliðnum í ráðherranefnd um ríkisfjármál uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvík á Suðurnesjum en tillagan náði ekki fram að ganga. Utanríkisráðherra lagði til að íslensk stjórnvöld legðu til 250 milljónir króna á ári á tímabilinu 2021-2025 auk 125 milljónir króna í ár til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Upphæðin nemur samtals 1.450 milljónum króna. Þá lagði hann einnig til að framkvæmdum við gistirými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt sem falið hefði í sér 330 milljóna króna aukningu framlaga til verkefnisins á árunum 2021-2022. Nú þegar standa yfir eða eru í undirbúningi framkvæmdir á og við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll sem nema alls 13-14 milljörðum íslenskra króna. Guðlaugur Þór benti á í svari sínu að þetta sé mesta fjárfesting í varnar- og öryggismálum landsins á þessari öld enda sé uppsöfnuð þörf fyrir viðhald og endurbætur. Ekki aukið bolmagn eða nýtt hlutverk falið í uppbyggingu „Þessi verkefni munu skapa yfir 300 ársstörf hér á landi. Þau fela meðal annars í sér endurnýjun á kerfum íslenska loftvarnakerfisins og uppfærslur á ratsjár- og fjarskiptastöðvum, viðhald flugbrautakerfis, viðgerðir og endurbætur á flugvélastæðum og flugskýlum og byggingu þvottastöðvar,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagði framkvæmdirnar ekki fela í sér eðlisbreytingu á viðbúnaði sem til staðar er í landinu eða á starfsemi sem þátttakan í NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin felur í sér. „Umræddar framkvæmdir fælu ekki í sér aukið bolmagn eða nýtt hlutverk og þaðan af síður fasta viðveru erlends liðsafla. Þær eru allar í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnuna sem kveður á um að tryggja skuli að í landinu séu til staðar varnarmannvirki til að,“ bætti Guðlaugur við. Þá staðfesti Guðlaugur að ekki hefði borist formleg beiðni frá NATO eða samstarfslöndum Íslands um verkefnin og gagnrýndi Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, það harðlega. Hann sagði verkefnið líta út sem „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi, sem virðist vera að nota sér hörmulegar efnahagsaðstæður svæðisins í kjölfar Covids til að slá sig til riddara.“ „Þá minni ég á að í kjölfar heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna þá fullyrti ráðherra, þegar á hann var gengið, að það ætti ekki að blanda saman varnar- og hernaðaruppbyggingu við viðskipti. Það er bara eitruð blanda og ekki samboðin virðingu íslenskrar þjóðar,“ ítrekaði Logi. Hann sagðist hins vegar fulla þörf á að blása til sóknar í atvinnulífi Suðurnesjabæja og aukningar á fjölbreytni í atvinnulífinu. Umræða á forsendum Bandaríkjanna hugsunarvilla Fleiri þingmenn tóku undir áhyggjur Loga og sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gallann vera þann að umræða um þjóðaröryggismál, varnarmál eða hernaðaruppbyggingu á Íslandi alltaf fara fram á forsendum Bandaríkjanna. „Það er alltaf á forsendum þess hvað Bandaríkin þurfi til að geta þjónað okkar öryggi. Þetta er auðveld hugsunarvilla þar sem okkar þjóðaröryggi hefur verið samtvinnað Bandaríkjunum svo lengi.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingamaður Vinstri grænna, kallaði eftir því að Ísland stuðlaði áfram að samvinnu og spennulækkun í Norðurskautsráðinu, í þingmannaráðstefnu norðurslóða í norrænu víddinni og halda ætti fast í þá stefnu. „Við eigum að halda fast við þá stefnu og sjá frekar fyrir okkur hæga stækkun Helguvíkur á samfélagsgrunni fyrir hefðbundnar siglingar en það sem hér er til umræðu. Við þurfum sem sagt að stunda spennulækkun, en ekki spennuhækkun.“ „Það er í þágu samfélagsins á norðurslóðum en ekki hermálayfirvalda í umræddum löndum,“ sagði Ari Trausti. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að til stæði að leggja til milljarða en ekki milljónir króna.
Keflavíkurflugvöllur NATO Suðurnesjabær Alþingi Varnarmál Tengdar fréttir „Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
„Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30