Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Starfsmaður í skóla í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Landsréttur hefur fellt gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum úr gildi. Nánar verður fjallað um málið i kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í kvöldfréttum segjum við einnig frá síðasta upplýsingafundi þríeykisins, Ölmu, Víðis og Þórólfs, sem haldinn var í dag. Ekkert kórónuveirusmit greindist í dag þegar frekari tilslakanir á samkomubanni tóku formlega gildi. Margir komu á ný til vinnu, hreyfiglaðir Íslendingar hópuðust í ræktina og barflugur geta tekið gleði sína á ný. Í fréttatímanum kíkjum við bæði í ræktina og á barinn.

Einnig segjum við frá minnkandi tóbaksnotkun á Íslandi og kíkjum á opið hús á Hótel Borg sem fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.