Innlent

Utan­ríkis­ráð­herra segir ferða­bann Banda­ríkja­stjórnar breyta mörgu í sam­skiptum ríkjanna

Heimir Már Pétursson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/vilhelm

Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna.

Utanríkisráðherra óskaði eftir fundinum strax í gærmorgun þegar Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þrjátíu daga flugbann frá ríkjum innan Schengen samstarfsins og forsætisráðherra óskaði sömuleiðis eftir símafundi með Trump.

Utanríkisráðherra aflýsti einnig í gær Norðurvíkingi, stórri heræfingu NATO með fjölmennu liði Bandaríkjahers, í næsta mánuði en fundur hans og Pompeo fer fram í Washington á fimmtudag.

Tengist þetta allt saman?

„Það var gert vegna þess að þegar komið er ferðabann sér það hver maður að það eru ekki forsendur fyrir slíkri æfingu. Og það skiptir mjög miklu máli að við eigum samtal við þá um þetta mál og önnur þau sem tengjast löndunum.“

Þannig að ferðabannið og aflýsing æfingarinnar það tengist beint eins og þú ert í raun og veru að segja?

„Það sem ég er bara að segja er að þegar komið er svona ferðabann þá breytist mjög margt,“ segir Guðlaugur Þór.


Tengdar fréttir

Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn

Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.