Skólahljómsveit Kópavogs hefur fengið nýtt húsnæði Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 21:14 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Össur Geirsson skólastjóri hljómsveitarinnar við athöfnina í dag. Aðsend Ný kennsluaðstaða Skólahljómsveitar Kópavogs var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Húsnæðið er nýbyggð álma við Álfhólsskóla í Digranesi þar sem er að finna kennslustofur, geymslurými og skrifstofu skólans ásamt æfingasal fyrir hljómsveitarstarfið. Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta sé fyrsta sérhannaða húsnæðið fyrir skólahljómsveit sem tekið sé í notkun á landinu. „Með húsnæðinu rætist langþráður draumur um varanlegt og sérhannað húsnæði fyrir hljómsveitina sem hefur starfað í Kópavogi í rúmlega hálfa öld, vonandi verður byggingin lyftistöng fyrir það góða starf sem Skólahljómsveit Kópavogs er þekkt fyrir,“ sagði Össur Geirsson skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs við tækifærið. Össur Geirsson, Ármann Kr. Ólafsson og Áslaug Eiríksdóttir, formaður foreldrafélags hljómsveitarinnar.Aðsend Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skólahljómsveitin hafi verið starfrækt frá árinu 1967 og því ríflega hálfrar aldar gömul. Nemendafjöldi frá upphafi skipti þúsundum og margir tónlistarmenn þjóðarinnar hafi stigið sín fyrstu skref í hljómsveitinni. Í dag eru um tvö hundruð nemendur í hljómsveitinni ásamt sextán kennurum sem flestir eru í hlutastarfi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði við athöfnina að skólahljómsveitin væri órjúfanlegur hluti menningarlífs bæjarins og hún hafi verið það í áratugi. Hún væri jafnframt mikilvægur hluti í tónlistaruppeldi barna í bænum. „Svo ég vitni í verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur þá er Skólahjómsveit Kópavogs besta uppeldisstofnun sem völ er á og allir foreldrar ættu að senda börnin sín í hana. Þessi orð segja allt um hljómsveitina og það ómetanlega starf sem starfsfólk undir stjórn Össurar og forvera hans hafa unnið. Við í bæjarstjórn Kópavogs erum afar stolt af því að búa hljómsveitinni svona góða umgjörð,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við vígsluna. Ármann Kr. Ólafsson sýndi nokkra takta ásamt Kjartani Guðnasyni, slagverksleikara og kennara við hljómsveitina.Aðsend Kópavogur Tónlist Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ný kennsluaðstaða Skólahljómsveitar Kópavogs var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Húsnæðið er nýbyggð álma við Álfhólsskóla í Digranesi þar sem er að finna kennslustofur, geymslurými og skrifstofu skólans ásamt æfingasal fyrir hljómsveitarstarfið. Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta sé fyrsta sérhannaða húsnæðið fyrir skólahljómsveit sem tekið sé í notkun á landinu. „Með húsnæðinu rætist langþráður draumur um varanlegt og sérhannað húsnæði fyrir hljómsveitina sem hefur starfað í Kópavogi í rúmlega hálfa öld, vonandi verður byggingin lyftistöng fyrir það góða starf sem Skólahljómsveit Kópavogs er þekkt fyrir,“ sagði Össur Geirsson skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs við tækifærið. Össur Geirsson, Ármann Kr. Ólafsson og Áslaug Eiríksdóttir, formaður foreldrafélags hljómsveitarinnar.Aðsend Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skólahljómsveitin hafi verið starfrækt frá árinu 1967 og því ríflega hálfrar aldar gömul. Nemendafjöldi frá upphafi skipti þúsundum og margir tónlistarmenn þjóðarinnar hafi stigið sín fyrstu skref í hljómsveitinni. Í dag eru um tvö hundruð nemendur í hljómsveitinni ásamt sextán kennurum sem flestir eru í hlutastarfi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði við athöfnina að skólahljómsveitin væri órjúfanlegur hluti menningarlífs bæjarins og hún hafi verið það í áratugi. Hún væri jafnframt mikilvægur hluti í tónlistaruppeldi barna í bænum. „Svo ég vitni í verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur þá er Skólahjómsveit Kópavogs besta uppeldisstofnun sem völ er á og allir foreldrar ættu að senda börnin sín í hana. Þessi orð segja allt um hljómsveitina og það ómetanlega starf sem starfsfólk undir stjórn Össurar og forvera hans hafa unnið. Við í bæjarstjórn Kópavogs erum afar stolt af því að búa hljómsveitinni svona góða umgjörð,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við vígsluna. Ármann Kr. Ólafsson sýndi nokkra takta ásamt Kjartani Guðnasyni, slagverksleikara og kennara við hljómsveitina.Aðsend
Kópavogur Tónlist Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira