Innlent

Tveir stórir eftir­skjálftar mældust í kvöld

Eiður Þór Árnason skrifar
Sjálftarnir fundust meðal annars í Grindavík.
Sjálftarnir fundust meðal annars í Grindavík. Vísir/Egill

Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3. Einnig hefur eitthvað verið um minni eftirskjálfta á Reykjanesi í dag.

Klukkan 10:26 í morgun varð skjálfti að stærð 5,2 um fimm kílómetra norðaustur af Grindavík. Skjálftinn í morgun er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013.

Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar.

Ekkert landris mælist lengur á Reykjanesi samkvæmt Veðurstofunni og er líklegasta skýringin að kvikuinnflæði sé þar lokið í bili. Þrátt fyrir það er óvissustig Almannavarna enn í gildi.


Tengdar fréttir

„Skjálftinn sá öflugasti hingað til“

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segir skjálftann sem reið yfir nálægt bænum fyrir stundu hafa verið þann öflugasta sem hefur fundist á svæðinu frá því jarðskjálftavirkni tók að aukast á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×