Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2020 21:57 Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. Nokkur sveitarfélög þar sem áfallið er hvað mest munu verða fyrir það miklu tekjufalli að þau munu ekki ráða við þetta. Lágmarks lögbundin þjónusta og launagreiðslur verða erfiðar þegar kemur fram á árið en við erum ekki komin þangað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnarráðherra. Í úttekt Byggðastofnunar kemur fram að níu sveitarfélög verði fyrir þyngsta högginu vegna hruns ferðaþjónustunnar. Líkt og sést á þessari mynd eru áhrifin mikil á Suðurlandi og einnig á Suðurnesjum þar sem stjórnvöld hafa þó samþykkt sértækar aðgerðir sem sveitarfélögin þar munu fjalla um í næstu viku. Útlitið er einna svartast í Skaftárhreppi þar sem gert er ráð fyrir að útsvarsstofn lækki um allt að 29 prósent og atvinnuleysi mælist um þrjátíu prósent. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið gæti verið að horfa upp á að erfitt verði að halda úti þjónustu að óbreyttu. ,,Vandinn er mjög bráður og við erum þegar farin að finna fyrir tekjusamdrætti,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Starfshópur vinnur nú að greiningu á ástandinu. Að sögn ráðherra á hún að liggja fyrir í fyrri hluta næsta mánaðar. Einhver sveitarfélög kvarta undan því að þetta taki of langan tíma, að vandinn sé núna. ,,Já ég er nú bara ekki sammála því. Ég held að samtalið sé í mjög góðum farveg,“ segir Sigurður Ingi ,,Við getum ekki beðið, það er ótækt að missa það að það verði farið í einhverjar aðgerðir, að missa það inn í sumarfrí. Við þurfum að það sé brugðist við strax,“ segir Sandra. Óvissuástandið sé algjört. Þegar tekjurnar dragast svona saman að þá auðvitað minnkar þanþol sveitarfélagsins til lántöku. Á meðan við vitum ekki hvaða aðgerðir ríkið ætlar að ráðast í er erfitt fyrir okkur að bregðast við,“ segir Sandra. Skaftárhreppur Tengdar fréttir Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 13:28 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. Nokkur sveitarfélög þar sem áfallið er hvað mest munu verða fyrir það miklu tekjufalli að þau munu ekki ráða við þetta. Lágmarks lögbundin þjónusta og launagreiðslur verða erfiðar þegar kemur fram á árið en við erum ekki komin þangað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnarráðherra. Í úttekt Byggðastofnunar kemur fram að níu sveitarfélög verði fyrir þyngsta högginu vegna hruns ferðaþjónustunnar. Líkt og sést á þessari mynd eru áhrifin mikil á Suðurlandi og einnig á Suðurnesjum þar sem stjórnvöld hafa þó samþykkt sértækar aðgerðir sem sveitarfélögin þar munu fjalla um í næstu viku. Útlitið er einna svartast í Skaftárhreppi þar sem gert er ráð fyrir að útsvarsstofn lækki um allt að 29 prósent og atvinnuleysi mælist um þrjátíu prósent. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið gæti verið að horfa upp á að erfitt verði að halda úti þjónustu að óbreyttu. ,,Vandinn er mjög bráður og við erum þegar farin að finna fyrir tekjusamdrætti,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Starfshópur vinnur nú að greiningu á ástandinu. Að sögn ráðherra á hún að liggja fyrir í fyrri hluta næsta mánaðar. Einhver sveitarfélög kvarta undan því að þetta taki of langan tíma, að vandinn sé núna. ,,Já ég er nú bara ekki sammála því. Ég held að samtalið sé í mjög góðum farveg,“ segir Sigurður Ingi ,,Við getum ekki beðið, það er ótækt að missa það að það verði farið í einhverjar aðgerðir, að missa það inn í sumarfrí. Við þurfum að það sé brugðist við strax,“ segir Sandra. Óvissuástandið sé algjört. Þegar tekjurnar dragast svona saman að þá auðvitað minnkar þanþol sveitarfélagsins til lántöku. Á meðan við vitum ekki hvaða aðgerðir ríkið ætlar að ráðast í er erfitt fyrir okkur að bregðast við,“ segir Sandra.
Skaftárhreppur Tengdar fréttir Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 13:28 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 13:28
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent