Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Hluthafafundur Icelandair Group samþykkti samhljóða nú síðdegis tillögu stjórnar félagsins um hlutafjáraukningu upp á allt að þrjátíu milljarða. Stefnt er að því að hlutafjárútboðinu ljúki í byrjun júlí. Ef allt gengur að óskum segir forstjóri Icelandair að félagið geti lifað með lágmarks starfsemi út þetta ár og jafnvel fram á næsta vor. Rætt verður við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við flugfreyjur sem enn eiga eftir að semja við félagið. Þær segja samstöðuna magnaða í kjarabaráttunni.

Í fréttatímanum verður fjallað um fjárhagsvanda sveitarfélaganna og rætt við sveitastjóra í Skaftárhreppi sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Einnig verður fjallað um rannsóknir á því hvort nýta megi hunda í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og við heimsækjum mjaldrasysturnar í Eyjum sem munu í næsta mánuði flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík.

Þetta og margt fleira í stútfullum fréttatíma á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.