Tveir í einangrun á Akureyri vegna gruns um smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 20:47 Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Tveir sjúklingar á sjúkrahúsinu á Akureyri hafa verið settir í einangrun eftir að upp kom grunur um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þeir hafa sýnt einkenni sjúkdómsins en uppfylla þó ekki almenn skimunarskilyrði. Þetta staðfesti Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu í samtali við Vísi. „Það er ekki búið að staðfesta neitt smit. Þeir eru með einkenni, en uppfylla ekki skimunarskilyrðin. Hins vegar gátum við ekki fengið mjög ljósa sögu af undanförnum vikum frá sjúklingunum,“ segir Sigurður. Hann segir að í ljósi þessa, og að sjúklingarnir hafi meðal annars sýnt einkenni í öndunarfærum, hafi verið ákveðið að einangra þá. „Við gátum ekki útilokað einhverja samveru við smitaða, þó að hún sé ólíkleg.“ Sýni voru tekin af sjúklingunum og þau send suður til Reykjavíkur eins fljótt og auðið var. Niðurstaðna úr þeim er að vænta síðar í kvöld eða á morgun. „Við gripum til þeirra varnaraðgerða sem okkur ber að gera ef grunur er um smit og reyna þá að grípa til þeirra aðgerða að dreifa ekki úr því þangað til við erum búin að fá staðfestingu eða afsönnun. Þetta eru bara sérstakar varúðarráðstafanir sem við erum að gera,“ segir Sigurður. Hann segir að verið sé að sinna öllum sjúklingum spítalans áfram og lítil sem engin röskun hafi orðið á starfsemi spítalans. Þá hafi starfsmenn spítalans æft það hvernig taka ætti á móti sjúklingi sýktum af COVID-19. Sú æfing hafi reynst vel í dag. „Við vorum búin að læra heilmikið af þessari æfingu, sem var hluti af þessum viðbúnaði sem við höfum verið að vinna í undanfarnar vikur.“ Alls hafa 90 smit verið staðfest hér á landi. Nær öll hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Tveir sjúklingar á sjúkrahúsinu á Akureyri hafa verið settir í einangrun eftir að upp kom grunur um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þeir hafa sýnt einkenni sjúkdómsins en uppfylla þó ekki almenn skimunarskilyrði. Þetta staðfesti Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu í samtali við Vísi. „Það er ekki búið að staðfesta neitt smit. Þeir eru með einkenni, en uppfylla ekki skimunarskilyrðin. Hins vegar gátum við ekki fengið mjög ljósa sögu af undanförnum vikum frá sjúklingunum,“ segir Sigurður. Hann segir að í ljósi þessa, og að sjúklingarnir hafi meðal annars sýnt einkenni í öndunarfærum, hafi verið ákveðið að einangra þá. „Við gátum ekki útilokað einhverja samveru við smitaða, þó að hún sé ólíkleg.“ Sýni voru tekin af sjúklingunum og þau send suður til Reykjavíkur eins fljótt og auðið var. Niðurstaðna úr þeim er að vænta síðar í kvöld eða á morgun. „Við gripum til þeirra varnaraðgerða sem okkur ber að gera ef grunur er um smit og reyna þá að grípa til þeirra aðgerða að dreifa ekki úr því þangað til við erum búin að fá staðfestingu eða afsönnun. Þetta eru bara sérstakar varúðarráðstafanir sem við erum að gera,“ segir Sigurður. Hann segir að verið sé að sinna öllum sjúklingum spítalans áfram og lítil sem engin röskun hafi orðið á starfsemi spítalans. Þá hafi starfsmenn spítalans æft það hvernig taka ætti á móti sjúklingi sýktum af COVID-19. Sú æfing hafi reynst vel í dag. „Við vorum búin að læra heilmikið af þessari æfingu, sem var hluti af þessum viðbúnaði sem við höfum verið að vinna í undanfarnar vikur.“ Alls hafa 90 smit verið staðfest hér á landi. Nær öll hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira