Innlent

Ekkert nýtt smit síðastliðinn sólarhring

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sýnataka á Landspítalanum.
Sýnataka á Landspítalanum. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Ekkert smit kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 greindist síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1803. Eitt smit hefur greinst undanfarna níu daga.

Sjötíu próf voru tekin á veirufræðideild Landspítalans í gær.

Virkum smitum hefur fækkað um eitt síðan í gær, og eru nú tvö samkvæmt vef landlæknis og almannavarna, covid.is.

Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19 þessa stundina og hefur 1.791 náð bata. Fólki í sóttkví fækkar lítillega á milli daga og eru nú 886. Alls hafa nú 20.194 lokið sóttkví og 58.295.

Tíu hafa látist af völdum veirunnar á Íslandi.

Næsti upplýsingafundur almannavarna verður á mánudaginn klukkan 14. Þá taka frekari tilslakanir á samkomubanni gildi. Meðal annars opna líkamsræktarstöðvar dyr sínar og fjöldi fólks sem má vera í sama rými verður aukinn í 200.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.