Lífið

Nekt, uppköst og skemmdarverk í nýjasta myndbandi JóaPé og Króla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nýtt myndband við lagið Ósvarað Símtal.
Nýtt myndband við lagið Ósvarað Símtal.

JóiPé x Króli frumsýna nýtt myndband við lagið Ósvarað símtal í dag.

Lagið kom út á nýjustu plötu þeirra, Í miðjum kjarnorkuvetri, í apríl síðastliðnum þar sem sérstakir gestir eru Helgi A og Sdóri.

Framleiðsla og leikstjórn var í höndum ANTI sem samanstendur af Tómasi Sturlusyni, Þorsteini Muna Jakobssyni og Axel Magnúsi Kristjánssyni.

Myndbandið er tekið upp í Reykjavík í vetur og í aðalhlutverki er Viktor Breki Auðunsson.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.