Innlent

Nota sér­stakan leitar­pramma við leitina að skip­verjanum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá leitinni í Vopnafirði fyrr í vikunni.
Frá leitinni í Vopnafirði fyrr í vikunni. Jón Helgason

Björgunarsveitir hófu á ný leit að skipverja í Vopnafirði í morgun. Björgunarsveitin Vopni nýtur aðstoðar björgunarsveitarinnar Lífsbjargar úr Snæfellsbæ við leitina. Sérstakur Coastex-leitarprammi Lífsbjargar verður notaður í dag en á prammanum er gluggi til að skanna botn á grunnsævi.

Leitarsvæðið er hið sama og áður frá Tangasporði að Sandvík auk þess sem leitað verður í sandfjörum á svæðinu. Leitað verður á sjó í dag og meðfram strandlengjunni.

Skipverjans hefur verið saknað síðan klukkan 14 á mánudag. Umfangsmikil leit að honum hefur staðið yfir síðan.


Tengdar fréttir

Leit að skipverjanum hætt í dag

Leit að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag er lokið í dag. Þetta staðfestir Hinrik Ingólfsson, formaður björgunarsveitarinnar Vopna, í samtali við Vísi.

Ganga fjörur í leit að sjómanninum

Leit að sjómanninum sem féll útbyrðis af netabát við Vopnafjarðarhöfn hófst aftur klukkan tíu í morgun. Björgunarsveitir munu ganga fjörur á svæðinu í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.