Lífið

Ætlar að skála í púrtvíni í tilefni dagsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
dirb.press
Mynd/hörður ásbjörnsson

Ingvi Rafn Björgvinsson sem gerir tónlist undir listamannsnafninu dirb gaf í dag út þriðju smáskífu af væntanlegri plötu sinni sem kemur út í júní. Lagið nefnist Kattarkvæði og kemur rapparinn Kött Grá Pjé fram í laginu. Kött Grá Pjé kom fyrst fram árið 2013 en hefur ekki verið áberandi undanfarin ár.

Dirb gaf út sitt fyrsta lag í apríl, það var nokkurskonar remix af remixi af laginu Spare Room með Oyama. Ingvi spilar á bassa í fjölda hljómsveita en hæst bera að nefna Oyama sem hefur verið starfandi frá árinu 2012.

„Það var síðasta sumar þegar ég var með lítinn lagastúf tilbúinn og ég bara varð að prófa að fá rappara yfir lagið, það þurfti að vera einhver rappari með karakter sem gæti haldið í við taktinn, þar sem hann er frekar óhefðbundinn og Kött Grá Pje varð fljótlega fyrsti maður á blað til að hafa samband við,“ segir Ingi Rafn.

Hann sendi tölvupóst á rapparann Kött Grá Pje sem var fljótur að svara.

„Og nokkrum dögum síðar vorum við komnir í Katrínartún í Stúdíó Sprungu hjá Eðvarði Egilssyni að taka upp söng. Ári síðar er lagið að koma út og ætla ég að skála í púrtvíni í tilefni dagsins. Ég er mjög ánægður með útkomuna og þakklátur öllum sem komu að gerð lagsins. Atli Sigþórsson (Kött Grá Pje) samdi söng og texta. Eðvarð Egilsson (Steed Lord, Kiruma) stjórnaði upptökum á söng, Kári Einarsson (aYia, Oyama) hljóðblandaði og Addi 800 masteraði.“

Hér að neðan má hlusta á lagið sjálft og sjá myndband við það.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.