Lífið

Íslenska Bylgjan í loftið: „Stolt að hafa verið treyst fyrir þessu skemmtilega og þarfa verkefni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ósk Gunnarsdóttir  verður í loftinu á Íslensku Bylgjunni alla virka daga. 
Ósk Gunnarsdóttir  verður í loftinu á Íslensku Bylgjunni alla virka daga. 

Í dag fór í loftið ný útvarpsstöð sem ber heitið Íslenska Bylgjan og verður aðeins spiluð íslensk tónlist á stöðinni.

„Þetta er skemmtileg viðbót við Bylgjuna, rétt eins og núverandi angar Bylgjunnar, sem eru Létt Bylgjan og Gull Bylgjan. Á Íslensku Bylgjunni verður eingöngu leikin íslensk tónlist, eða eftir íslenskt tónlistarfólk. Íslenska Bylgjan ætti því að verða frábær ferðafélagi í sumar. Endilega kíktu í heimsókn á morgun, föstudag, með því að stilla á tíðnina FM103.9, eða smella á nafnið „Íslenska“ á skjánum um leið og þú kemur út í bíl. Stöndum saman og styðjum íslenska tónlist,“ segir Brynjar Már Valdimarsson tónlistastjóri Bylgjunnar og FM957.

Ósk Gunnarsdóttir verður eina útvarpskona stöðvarinnar og verður hún í loftinu alla virka daga frá 10-15.

„Ég hef unnið að allskonar verkefnum í gegnum árin er varða íslenska tónlistarbransann hvort sem það er umboðsmennska, tónlistarhátíðir eða hjá Útón að kynna íslenska tónlist erlendis. Ég er gríðarlega spennt og stolt að hafa verið treyst fyrir þessu skemmtilega og þarfa verkefni,“ segir Ósk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.