Ætla að taka sýni úr fleirum en áður vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2020 16:12 Hingað til hafa verið nokkuð strangar kröfur gerðar um það úr hverjum er tekið sýni til að greina kórónuveiruna. Það hefur nú verið slakað á þeim kröfum og tekin verða sýni úr fleiri hópum en hingað til. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búið sé að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökur vegna kórónuveirunnar. Boðum um þetta hafi verið komið til heilbrigðisstarfsmanna og þeirra sem svara í síma 1700. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Hingað til hafa aðeins verið tekin sýni úr þeim sem hafa verið að koma frá svæðum þar sem smitáhætta er talin mikil og svo úr þeim sem hafa haft við einstaklinga með staðfesta sýkingu. Nú sé hvatt til aukinnar sýnatöku hjá einstaklingum sem hafa hvorki verið að koma frá hættusvæðum né hafa haft tengsl við einstaklinga með staðfesta sýkingu en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita. Þetta er gert til þess að hægt sé að fá betri vitneskju um samfélagslegt smit. „Eru aðrir hópar en þessir skíðamenn sem eru að koma frá Ölpunum, er hugsanlegt að það séu aðrir sem eru smitaðir og sýktir og það eru ýmsar aðferðir í því. Til dæmis að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökum og við höfum gert það núna í dag og komið þeim boðum út til heilbrigðisstarfsmanna og 1700-símans að útvíkka aðeins sýnatökur, vera ekki alveg jafnströng og við höfum verið. Svo bindum við náttúrulega vonir við þetta samstarf sem veirufræðideildin, sóttvarnalæknir og Decode eru með í burðarliðnum en er ekki enn komið til framkvæmda og það á eftir að ganga frá nokkrum atriðum til að það hafi raungerst,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag og vísaði þar í samstarf við Íslenska erfðagreiningu sem hyggst skima fyrir veirunni. „Við vitum ekki hvort útbreiðslan er meiri eða víðar“ Spurður hvort verið væri að taka nægilega stórt mengi til að hægt væri að segja að það væri að marka niðurstöðurnar sagði Þórólfur mengið ekki nógu stórt til þessa. Það væri hins vegar alveg að marka niðurstöðurnar. „Því að það er búið að taka 830 sýni hér innanlands og við höfum verið með tiltölulega strangar leiðbeiningar frá hverjum. En það er búið að taka af alls konar fólki og af þessum 830 eru 90 jákvæð sýni sem eru um 10 prósent. En það er alveg rétt að við vitum ekki hvort útbreiðslan er meiri eða víðar og það er þess vegna á þeim grunni sem við erum að hvetja til aukinnar sýnatöku hjá fleiri einstaklingum sem hafa ekki tengsl við þessi skíðasvæði eða hafa ekki tengsl við einstaklinga sem eru með staðfesta sýkingu en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita og sjá hvernig staðan er þar,“ sagði Þórólfur. Með samstarfinu við Íslenska erfðagreiningu fáist betri upplýsingar um það hversu útbreidd veiran er. „Og það getur stýrt áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum, til dæmis ef veiran er mjög útbreidd þá er ólíklegt að sóttkvíaðgerðir sem við höfum verið að beita mjög grimmt muni skila miklu og svo framvegis þannig að þetta getur hjálpað okkur í áframhaldinu.“ Þórólfur sagði nýja sendingu af veirupinnum komna til landsins og hann sæi ekki fyrirstöðu í því að taka mikið af sýnum. Þá væru sýnin þau nákvæmustu sem hægt væri að taka. Um væri að ræða erfðagreiningu veirunnar og ekki væri til nákvæmari aðferð. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búið sé að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökur vegna kórónuveirunnar. Boðum um þetta hafi verið komið til heilbrigðisstarfsmanna og þeirra sem svara í síma 1700. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Hingað til hafa aðeins verið tekin sýni úr þeim sem hafa verið að koma frá svæðum þar sem smitáhætta er talin mikil og svo úr þeim sem hafa haft við einstaklinga með staðfesta sýkingu. Nú sé hvatt til aukinnar sýnatöku hjá einstaklingum sem hafa hvorki verið að koma frá hættusvæðum né hafa haft tengsl við einstaklinga með staðfesta sýkingu en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita. Þetta er gert til þess að hægt sé að fá betri vitneskju um samfélagslegt smit. „Eru aðrir hópar en þessir skíðamenn sem eru að koma frá Ölpunum, er hugsanlegt að það séu aðrir sem eru smitaðir og sýktir og það eru ýmsar aðferðir í því. Til dæmis að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökum og við höfum gert það núna í dag og komið þeim boðum út til heilbrigðisstarfsmanna og 1700-símans að útvíkka aðeins sýnatökur, vera ekki alveg jafnströng og við höfum verið. Svo bindum við náttúrulega vonir við þetta samstarf sem veirufræðideildin, sóttvarnalæknir og Decode eru með í burðarliðnum en er ekki enn komið til framkvæmda og það á eftir að ganga frá nokkrum atriðum til að það hafi raungerst,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag og vísaði þar í samstarf við Íslenska erfðagreiningu sem hyggst skima fyrir veirunni. „Við vitum ekki hvort útbreiðslan er meiri eða víðar“ Spurður hvort verið væri að taka nægilega stórt mengi til að hægt væri að segja að það væri að marka niðurstöðurnar sagði Þórólfur mengið ekki nógu stórt til þessa. Það væri hins vegar alveg að marka niðurstöðurnar. „Því að það er búið að taka 830 sýni hér innanlands og við höfum verið með tiltölulega strangar leiðbeiningar frá hverjum. En það er búið að taka af alls konar fólki og af þessum 830 eru 90 jákvæð sýni sem eru um 10 prósent. En það er alveg rétt að við vitum ekki hvort útbreiðslan er meiri eða víðar og það er þess vegna á þeim grunni sem við erum að hvetja til aukinnar sýnatöku hjá fleiri einstaklingum sem hafa ekki tengsl við þessi skíðasvæði eða hafa ekki tengsl við einstaklinga sem eru með staðfesta sýkingu en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita og sjá hvernig staðan er þar,“ sagði Þórólfur. Með samstarfinu við Íslenska erfðagreiningu fáist betri upplýsingar um það hversu útbreidd veiran er. „Og það getur stýrt áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum, til dæmis ef veiran er mjög útbreidd þá er ólíklegt að sóttkvíaðgerðir sem við höfum verið að beita mjög grimmt muni skila miklu og svo framvegis þannig að þetta getur hjálpað okkur í áframhaldinu.“ Þórólfur sagði nýja sendingu af veirupinnum komna til landsins og hann sæi ekki fyrirstöðu í því að taka mikið af sýnum. Þá væru sýnin þau nákvæmustu sem hægt væri að taka. Um væri að ræða erfðagreiningu veirunnar og ekki væri til nákvæmari aðferð.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira