„Það væri ósanngjarnt fyrir Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 15:30 Stuðningsmaður Liverpool fagna á síðasta útsláttarleik Livrerpool á Anfield en Liverpool vann þá 4-0 sigur á Barcelona. Getty/Robbie Jay Barratt Liverpool hefur getað treyst á magnaða stemningu á Anfield í mörgum Evrópuleikjum á síðustu árum og svo verður einnig í kvöld. Liverpool er 1-0 undir á móti spænska liðinu Atletico Madrid eftir fyrri leikinn á Spáni en það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum kemst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Margir Evrópuleikir í vikunni þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuðningsmenn Liverpool hafa því eflaust nagað neglurnar síðustu daga af ótta við að Anfield hafi ekki lengur grænt ljóst fyrir áhorfendur. „Maður hafði heyrt orðróm um að leikurinn á Anfield myndi fara fram án áhorfenda,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid á blaðamannafundi fyrir leikinn. Playing at #Anfield with no fans would be unfair on #Liverpool - #Simeone https://t.co/iDPlEqUJus #LIVATL pic.twitter.com/a9KmEte9Kh— sports watch (@sportswatch17) March 11, 2020 Það lítur nú út fyrir það að áhorfendur fá að mæta á seinni leik Liverpool og Atletico Madrid á Anfield í kvöld og Liverpool mun því njóta góðs af þeim frábæra stuðningi sem liðið fær alltaf á Anfield og ekki síst í Evrópuleikjum. „Það væri ósanngjarnt fyrir Liverpool að spila á móti áhorfendum á okkar velli en síðan þyrftum við ekki að spila fyrir framan þeirra áhorfendur,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundinum. Stuðningsmenn Atletico Madrid stóðu sig frábærlega í fyrri leiknum á Metropolitano leikvanginum í Madrid en meira en 67 þúsund manns mættu á þann leik. Leikur Liverpool og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15 á sömu stöð og eftir leikina verða þeir gerðir upp. Leikur PSG og Borussia Dortmund verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Diego Simeone: I ve never played here, and I ve not been here as a manager or a player. Obviously it s an amazing stadium and you can tell on the television the fans are amazing and get behind their side. They accompany their team at all times. pic.twitter.com/Z7tpHdOcBk— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 10, 2020 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Sjá meira
Liverpool hefur getað treyst á magnaða stemningu á Anfield í mörgum Evrópuleikjum á síðustu árum og svo verður einnig í kvöld. Liverpool er 1-0 undir á móti spænska liðinu Atletico Madrid eftir fyrri leikinn á Spáni en það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum kemst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Margir Evrópuleikir í vikunni þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuðningsmenn Liverpool hafa því eflaust nagað neglurnar síðustu daga af ótta við að Anfield hafi ekki lengur grænt ljóst fyrir áhorfendur. „Maður hafði heyrt orðróm um að leikurinn á Anfield myndi fara fram án áhorfenda,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid á blaðamannafundi fyrir leikinn. Playing at #Anfield with no fans would be unfair on #Liverpool - #Simeone https://t.co/iDPlEqUJus #LIVATL pic.twitter.com/a9KmEte9Kh— sports watch (@sportswatch17) March 11, 2020 Það lítur nú út fyrir það að áhorfendur fá að mæta á seinni leik Liverpool og Atletico Madrid á Anfield í kvöld og Liverpool mun því njóta góðs af þeim frábæra stuðningi sem liðið fær alltaf á Anfield og ekki síst í Evrópuleikjum. „Það væri ósanngjarnt fyrir Liverpool að spila á móti áhorfendum á okkar velli en síðan þyrftum við ekki að spila fyrir framan þeirra áhorfendur,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundinum. Stuðningsmenn Atletico Madrid stóðu sig frábærlega í fyrri leiknum á Metropolitano leikvanginum í Madrid en meira en 67 þúsund manns mættu á þann leik. Leikur Liverpool og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15 á sömu stöð og eftir leikina verða þeir gerðir upp. Leikur PSG og Borussia Dortmund verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Diego Simeone: I ve never played here, and I ve not been here as a manager or a player. Obviously it s an amazing stadium and you can tell on the television the fans are amazing and get behind their side. They accompany their team at all times. pic.twitter.com/Z7tpHdOcBk— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 10, 2020
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Sjá meira