„Það væri ósanngjarnt fyrir Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 15:30 Stuðningsmaður Liverpool fagna á síðasta útsláttarleik Livrerpool á Anfield en Liverpool vann þá 4-0 sigur á Barcelona. Getty/Robbie Jay Barratt Liverpool hefur getað treyst á magnaða stemningu á Anfield í mörgum Evrópuleikjum á síðustu árum og svo verður einnig í kvöld. Liverpool er 1-0 undir á móti spænska liðinu Atletico Madrid eftir fyrri leikinn á Spáni en það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum kemst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Margir Evrópuleikir í vikunni þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuðningsmenn Liverpool hafa því eflaust nagað neglurnar síðustu daga af ótta við að Anfield hafi ekki lengur grænt ljóst fyrir áhorfendur. „Maður hafði heyrt orðróm um að leikurinn á Anfield myndi fara fram án áhorfenda,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid á blaðamannafundi fyrir leikinn. Playing at #Anfield with no fans would be unfair on #Liverpool - #Simeone https://t.co/iDPlEqUJus #LIVATL pic.twitter.com/a9KmEte9Kh— sports watch (@sportswatch17) March 11, 2020 Það lítur nú út fyrir það að áhorfendur fá að mæta á seinni leik Liverpool og Atletico Madrid á Anfield í kvöld og Liverpool mun því njóta góðs af þeim frábæra stuðningi sem liðið fær alltaf á Anfield og ekki síst í Evrópuleikjum. „Það væri ósanngjarnt fyrir Liverpool að spila á móti áhorfendum á okkar velli en síðan þyrftum við ekki að spila fyrir framan þeirra áhorfendur,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundinum. Stuðningsmenn Atletico Madrid stóðu sig frábærlega í fyrri leiknum á Metropolitano leikvanginum í Madrid en meira en 67 þúsund manns mættu á þann leik. Leikur Liverpool og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15 á sömu stöð og eftir leikina verða þeir gerðir upp. Leikur PSG og Borussia Dortmund verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Diego Simeone: I ve never played here, and I ve not been here as a manager or a player. Obviously it s an amazing stadium and you can tell on the television the fans are amazing and get behind their side. They accompany their team at all times. pic.twitter.com/Z7tpHdOcBk— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 10, 2020 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Liverpool hefur getað treyst á magnaða stemningu á Anfield í mörgum Evrópuleikjum á síðustu árum og svo verður einnig í kvöld. Liverpool er 1-0 undir á móti spænska liðinu Atletico Madrid eftir fyrri leikinn á Spáni en það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum kemst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Margir Evrópuleikir í vikunni þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuðningsmenn Liverpool hafa því eflaust nagað neglurnar síðustu daga af ótta við að Anfield hafi ekki lengur grænt ljóst fyrir áhorfendur. „Maður hafði heyrt orðróm um að leikurinn á Anfield myndi fara fram án áhorfenda,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid á blaðamannafundi fyrir leikinn. Playing at #Anfield with no fans would be unfair on #Liverpool - #Simeone https://t.co/iDPlEqUJus #LIVATL pic.twitter.com/a9KmEte9Kh— sports watch (@sportswatch17) March 11, 2020 Það lítur nú út fyrir það að áhorfendur fá að mæta á seinni leik Liverpool og Atletico Madrid á Anfield í kvöld og Liverpool mun því njóta góðs af þeim frábæra stuðningi sem liðið fær alltaf á Anfield og ekki síst í Evrópuleikjum. „Það væri ósanngjarnt fyrir Liverpool að spila á móti áhorfendum á okkar velli en síðan þyrftum við ekki að spila fyrir framan þeirra áhorfendur,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundinum. Stuðningsmenn Atletico Madrid stóðu sig frábærlega í fyrri leiknum á Metropolitano leikvanginum í Madrid en meira en 67 þúsund manns mættu á þann leik. Leikur Liverpool og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15 á sömu stöð og eftir leikina verða þeir gerðir upp. Leikur PSG og Borussia Dortmund verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Diego Simeone: I ve never played here, and I ve not been here as a manager or a player. Obviously it s an amazing stadium and you can tell on the television the fans are amazing and get behind their side. They accompany their team at all times. pic.twitter.com/Z7tpHdOcBk— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 10, 2020
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn