Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir mikil vonbrigði að lokatilboði félagsins hafi ekki verið tekið og nú þurfi að kanna aðra möguleika. Flugfreyjufélagið segist neita að láta hræðsluáróður hafa áhrif á baráttuna.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Fara verður allt aftur til ársins 1920 til að finna meiri samdrátt í efnahagsmálum þjóðarinnar en verður á þessu ári að mati Seðlabankans. Ef kórónuveiran fer ekki aftur á kreik í haust reiknar bankinn hins vegar með skjótum bata á næsta ári.

Spá Seðlabankans þykir nokkuð svört fyrir ferðaþjónustuna. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að muni hún rætast hafi það slæmar afleiðingar í greininni. Með opnun landamæra sé þó líklegra að þeir sem eigi pantaðar ferðir standi við þær vegna afbókunarskilmála.

Einnig fjöllum við um brunann á Akureyri í gærkvöldi en slökkvistjóri gagnrýnir hversu margir mættu til að fylgjast með störfum slökkviliðs. Þá verður rætt við prófessor í hagfræði um auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar í kjölfar framsals eigenda Samherja á hlutabréfum sínum í félaginu. Hann segir svívirðilegt að stjórnvöld hafi ekki virt þjóðarvilja.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×