Lífið

Birgitta Líf kveður útsýnisíbúðina eftir tvö ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgitta Líf færir sig um set. 
Birgitta Líf færir sig um set.  Myndir/fasteignaljósmyndir.is

Birgitta Líf, áhrifavaldur og markaðstjóri World Class, hefur sett fallega íbúð sína við Vatnsstíg í miðborg Reykjavíkur á sölu.

Um er að ræða rúmlega hundrað fermetra útsýnisíbúð á þriðju hæð. Birgitta fjárfesti í eigninni í febrúar árið 2018 en ásett verð er 70,9 milljónir.

Fasteignamatið er 68,7 milljónir en húsið var byggt árið 2015 og er eitt svefnherbergi í íbúðinni og eitt baðherbergi.

Einstakt sjávarútsýni er úr eigninni þar sem meðal annars má sjá Hörpuna, Esjuna og Snæfellsjökul.

Í Heimsókn árið 2019 fór Sindri Sindrason í heimsókn til hennar og fékk að fylgjast með þeim breytingum sem hún gerði í fyrra. 

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Fallegt útsýni út úr stofunni.
Eldhúsið og stofan í einu stóru og björtu rými.
Borðstofan er einnig í rýminu.
Fallegar svalir og þar skemmir ekki útsýnið fyrir. 
Svefnherbergið er stórt og bjart. 
Baðherbergið er vel hannað og fallegt. 
Eldhúsið er samliggjandi borð og setustofunni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.