Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 greinum við frá efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til í dag vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið. Fyrirtækjum verður meðal annars gefin kostur á að fresta greiðslu skatta og gjalda og gefið verður í útgjöld til fjárfestinga.

Þá hefur Seðlabankinn flýtt vaxtaákvörðun sinni um viku og kynnir vaxtabreytingar í fyrramálið.

Við förum yfir atburði næturinnar í Karphúsinu og samninga Eflingar við Reykjavíkurborg og greinum frá sigri fatlaðs pilts í Bolungarvík í máli gegn Menntaskólanum á Ísafirði.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×